Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 12
10
SVEITARST JÓRNARMÁL
Þeir liafa einnig haft orð á því, að bærinn
sé þrifalegur og vel um genginn. Þetta má til
sannsvegar færa, ekki sízt ef tekið er tillit
til þess, hversu mikill landbúnaður er rek-
inn þar og margt peningshúsa víðsvegar um
bæinn.
Þeir benda á, að ræktunin sé svo mikil, að
það sé til fyrirmyndar.
Þeir tala, seinustu árin, urn að inikið sé
um nýbyggingar og hafnarmannvirkin stór-
felld, — yfirleitt framtakssvipur á bænum.
Það er líka rétt; miklu hefur verið til kostað
á ekki mannfleiri stað.
Og ef þannig hittir á, að báta ber að landi
hlaðna þorski, fólk keppist við að salta síld
á hafnarfyllingunni og síldveiðiflotinn eys
silfurfiskinum inn á sig rétt úti fyrir höfn-
inni, — þá finnst gestum að vonum björgu-
legt í Húsavík.
En stundum kell túngróðurinn í vorkuld-
unum og sjávaraflinn er svipull.
í Húsavík verður að búast við misærum
ekki síður en annarsstaðar á íslandi.
„Skyggir skuld
fyrir sjón.“
Hér skal engu spáð um fram-
tíð Húsavíkur. Tjald Skuldar
er ekki gegnsærra nú en fyrr,
nerna síður sé. — Framtíð okkar íslendinga
— og alls mannkynsins — virðist óræðari
gáta með hverju ári sem líður.
Hitt liggur ljóst fyrir, að Húsavík er, eftir
viðhorfi líðandi stundar, einn af lífvænlegri
þéttbýlisstöðum þjóðarinnar, vegna þeirrar
aðstöðu, sem bærinn hefur til lands og
sjávar.
Karl Kristjánsson.
★
Myndin framan á kápunni er af Húsavík,
tekin nú í vor. Sér þar yfir nyðri hluta bæjar-
ins og Húsavíkurfjall í baksýn.
FjórSungssamhand
í Sttnnlendingaijórðunéi
Þann 18. maí s. 1. héldu sýslunefndarmenn
úr Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellssýslum sameiginlegan fund í héraðsskól-
anum að Skógum undir Eyjafjöllum. Á fundi
þessum var m. a. samþykkt í einu hljóði svo-
hljóðandi tillaga:
„Sameiginlegur fundur sýslunefndarmanna
úr Ámes-, Rangán'alla- og Vestur-Skafta-
fellssýslum, haldinn í Skógaskóla undir Eyja-
fjöllum uppstigningardag 1950, ályktar að
leggja til við sýslunefndirnar, að stofnað verði
nú þegar fjórðungssamband í Sunnlendinga-
fjórðungi, og að hver sýslunefnd kjósi 3
menn, sem taki sæti á fjórðungsþingi með
fullu umboði til þess að setja sambandinu lög.
Felur fundurinn sýslumanni Rangárvalla-
sýslu að kalla hina kjömu fulltrúa sýslunefnd-
anna saman við fyrsta tækifæri“.
Mál þetta var síðan sama dag tekið til með-
ferðar af sýslunefndum Ámes- og Rangár-
vallasýslu og samþykktu báðar sýslunefnd-
irnar í einu hljóði að gerast meðstofnendur
fjórðungssambandsins.
Nokkrum dögum síðar var málið tekið fyrir
á aðalfundi sýslunefndar Vestur-Skaftafells-
sýslu og var þar einnig samþykkt í einu hljóði,
að sýslunefndin gerðist meðstofnandi sam-
bandsins.
Frekara mun enn ekki hafa gerzt í máli
þessu, enda fer nú mesti anna tíma sveit-
anna í hönd. Sennilega mun seinna í sumar
eða í haust gengið endanlega frá stofnun
Fjórðungssambands Sunnlendinga.
Þess er að vænta, að Vestfirðingar muni
efna til samskonar samtaka nú á næstunni.
Allar líkur benda til, að sambönd þessi hafi
þýðingarmiklu hlutverki að gegna í framtíð-
inni, ef vel er á haldið og ber því að fagna
stofnun þeirra.