Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Page 15
SVEITARST J ÓRNARMÁL 13 Þetta er framborið vegna þess, að á það hefur þótt bresta, þegar hækkunarúrskurðir hafa borizt til ofannefndra hreppa, að ríkis- skattanefncl hafi ekki látið fylgja greinargerð, og má þessu til sönnunar t. d. benda á úr- skurð ríkisskattanefndar um skiftingu á út- svari Halldórs Björnssonar, sem flutti frá Reykjavík í apríl 1947 að Sámsstöðum í Fljótshlíð. í kröfubréfi borgarstjóra var gefið upp, að tekjur Halldórs í Reykjavík fram að þessu tímabili, er hann flutti, væru kr. 1687.46. Við skattaframtal 1948 eru tekjur hans kr. 14841.00, þar af í Fljótshlíð kr. 13153.54. — Af heildartekjum sínum hefur Halldór aflað 88% ca. í Fljótshlíð, en ríkisskattanefnd úr- skurðar Fljótshlíðarhreppi aðeins 20% af því útsvari, sem ríkisskattanefndin ákveður, að leggjast skuli á skattþegninn. í svona tilfelli virðist ekki vanþörf á, að greinargerð hefði fi'lgt. Pt. Efra-Hvoli, 14. nóv. 1949. Sigurþór Ólafsson. Páll Bjöigvinsson. Bréf þetta skýrir sig sjálft. Halldór þessi virðist hafa næstum allar tckjur sínar í Fljóts- hlíðarhreppi og dvelur þar meginhluta ársins. Útsvarsstiginn í Fljótshlíðarhreppi mun sízt liafa verið lægri en í Reykjavík, þrátt fyrir það hækkar ríkisskattanefnd útsvar hans veru- lega, og aðeins 20% af útsvari hans rennur til Fljótshlíðarhrepps. Oddvitarnir telja að vonum æskilegt, að greinargerð fylgi slíkum úrskurðum frá ríkis- skattanefnd. Nú er svo komið, að Alþingi hefur numið úr gildi ákvæðin um útsvarsskipti, nema hlutaðeigandi hafi flutzt búferlum á skattár- inu eða útsvör séu mjög mishá í heimilis- sveit og atvánnusveit, þá koma enn skipti á útsvörum eða viðbót á þeim til greina. Er því ástæða til að ætla, að úrskurðum af þeim sökum kunni að fækka eitthvað. En um úr- skurði í þeim málum hefur einkum verið rætt hér að framan. Þrátt fyrir það er þörf á rökstuðningi fyrir úrskurðum ríkisskattanefndar. íslendingar munu yfirleitt gæddir ríkri réttlætiskennd og ekki sízt varðandi fjármál sín. Þeir una því illa, ef þeim finnst tómlæti, athugunarleysi og tilviljun ráða niðurstöðum í ágreiningi út af þessháttar málum. Þeir, sem við sveitarstjórnarmál fást, vita gjörla, hversu erfitt það er að gera, svo að öllum líki, eða komast hjá gagnrýni og ásök- unum og vilja ógjarnan kasta þyngri steini að öðrum en ástæða er til. Á hinn bóginn telja þeir vel á því fara, að þau stjórnvöld, sem hafa nokkurt úrskurðarvald um ágrein- ing þeirra á milli eða milli þeirra og annarra aðilja, leggi sig fram um að kynna sér málin sem bezt í því skyni að komast að réttastri niðurstöðu og séu við því búin að gera sæmi- lega grein fyrir úrskurðum sínum. Enda kynni þá svo að fara, að ýmis konar vafa- samar hugrenningar um ágæti, glöggskyggni og fúsleika til nákvæmni í málsmeðferð við- komandi nefnda eða ráða, hyrfu með öllu. Gætu línur þessar stuðlað að því, að hátt- virt ríkisskattanefnd legði sig ennþá meira fram en hingað til um að kvnna sér fram- komnar kærur frá fleiri en einni hlið og bók- aði forsendur að úrskurðum sínum, mundi því verða fagnað. E. P. Bæjarfulltrúar frá Stokkhólmi koma til Rvíkur. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur boðið bæjarstjórn Stokkshólmsborgar að senda fulltrúa til Reykjavík- ur til nokkurrar dvalar þar sér til skemmtunar og fróðleiks. Bæjarstjórn Stokkshólmsborgar hefur þáð boðið og hefur tilkynnt, að frá henni munu koma 6 fulltrú- ar og eru það: forseti bæjarstjórnar, 1. og 2. vara- forseti, tveir bæjarráðsmenn og borgarritari. Fulltrúar þessir munu koma til Rvíkur með flug- vél 31. júlí n. k. og dveljast þar um vikutíma. Á s. 1. ári fóru fulltrúar frá Reykjavíkurbæ til Stokkhólms í boði bæjarstjórnarinnar þar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.