Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Side 16
14
SVEITARSTJÓRNARMÁL
SIGURÐUR Ó. ÓLAFSSON, oddviti.
Norrænt nám-
skeið í sveitarstjórnarmálum.
Síðast liðið sumar efndu bæjar- og sveita-
stjórnasambönd Noregs, eða nánar til tekið:
Norges By- og Herredskassererforbund,Nor-
ges Herredsforbund og Norges Komune-
revisorforbund, til námsskeiðs í Noregi urn
sveitarstjórnarmál og buðu hinum Norður-
löndunum þátttöku. Sambandi íslenzkra
sveitarfclaga var boðið að senda 3 fulltrúa.
Aðeins tvæir íslendingar réðust til þessarar
ferðar, Skúli Tómason, fulltrúi, Reykjavík og
undirritaður.
Á miðnætti 14. júlí 1949 lögðum við af
stað með Gullfaxa. Veður var gott en þoka
á fjöllum. Hvarf land brátt sýn vegna skýja
og var flogið yfir þeim alla leið til Noregs-
stranda. Þegar þar kom birti. Skýin greiddust
sundur, sólin skein og stafaði geislum sín-
um á sund og sker, skógi vaxna hólrna, hæð-
ir og bæi. Var tilkomumikil sjón að sjá Nor-
egsströnd, úr hálofti í slíku veðri.
Gullfaxi lenti á Gardermoven-flugvellin-
um kl. 6V2 f. h. 15. júlí. Þaðan fórurn við til
Oslo.
Námskeiðið átti að hefjast sunnudaginn
17. júlí í Sörumsand, en það er bær um 30
krn frá Oslo. Við höfðum því tvo daga til að
skoða borgina. Dvöldum við ásamt konu
minni, sem var með í förinni, í Holmenkollen
Turisthotel, rneðan við vorum í Oslo. Strax
þegar við komum til borgarinnar, höfðum
við tal af framkvæmdarstjóra námsskeiðsins,
hr. direktör K. T. Evers. Bauð hann okkur
til miðdegisverðar. Dvöldum við með hon-
um fram á kvöld í bezta yfirlæti.
Næsta dag, sem var laugardagur, gengurn
við urn í Oslo og skoðuðum ýrnsa merka
staði. Væri hægt að segja margt um það, sem
fyrir augun bar þenna laugardag, en því mun
sleppt hér.
Daginn eftir fórum við með járnbraut til
Sörumsand. Komum þangað urn kl. 4 s. d.
Námskeiðið var haldið í unglingaheimavist-
arskóla. Gistu þátttakendur allir í skólanum,
og þar var einnig borðað. Fundirnir voru
haldnir í samkomusal skólans. Hafði allt
verið undirbúið af mestu prýði og allt gert
til þess, að þátttakendur gætu verið eins og
heima hjá sér. Eftir að matazt hafði verið var
námskeiðið sett, kl. 7. Voru þá flest allir
þátttakendur rnættir, en það voru: 9 Danir,
7 Finnar, 2 íslendingar, 10 Svíar og 30 Norð-
menn.
Framkvæmdarstjóri Norsk Herredsfor-
bund, K. T. Evers, setti mótið, lýsti tilhög-
un þess og tilgangi og bauð þátttakendur
velkomna. Eftir setningarfundinn dreifðu
menn sér og notuðu kvöldið til að kynnast
persónulegra og ræðast við.