Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Page 18
16 SVEITARSTJÓRNARMÁL nokkru. Var þar setzt að snæðingi í boði bæjarstjórnarinnar. Bauð „viceordföreren“ gesti velkomna með nokkrum orðurn. Undir borðum flutti einn maður frá hverju landi ræðu. Fyrst Norðmaður, þá Svíi, Finni, íslendingur og Dani. Að öllu þessu loknu var enn haldið af stað, staðnæmzt í Oslo og þar skoðaður m. a. Vigelandsgarðurinn. Heim til Sörumsand var kornið kl. 7V2 um kvöldið eftir ánægjulegan dag. 21. júlí voru fyrirlestrar. Ekspedisjonssjef Arnold Dybsjord talaði um: „Valgordningen i de nordiske lande.“ Viceháradshövding Esko Rekola, finnskur, flutti erindi urn: „Om erfarenheter i for- bindelse med skatt ved kallan.“ Konsulent Harry Tömquist ræddi um: „Erfarenheter frán kursverksamhet for kommunale förtro- endemán i Sverige.“ Kl. 8 að kvöldi þessa dags var sænskt-ís- lenzkt kvöld. Skyldu þá Svíar og íslendingar annast skemmtiatriðin. Mæddi þar rnest á Svíum, enda voru þeir margir og fjörugir. Að loknum skemmtiatriðum var dansað. Voru margir þátttakendur með konur sínar með sér, og með þeirra hjálp og starfsstúlkna á skólanum var dansað af mesta fjöri til kl. 1 um nóttina. Föstudaginn 22. júlí hélt Bvrásjef Helge Brustad fyrirlestur, sem hann nefndi: „For- delingen af forveltningsoppgavene mellom stat, fylke og konnnuner og utgiftsforde- lingen mellorn disse.“ Kl. 2 þennan dag var farið til Eiðsvalla. Var Eiðsvallabyggingin skoðuð undir leið- sögn húsvarðarins þar. Hélt hann ræðu í hin- um forna þingsal og lýsti m. a. ánægju sinni yfir því að fá að sjá fulltrúa frá fimm Norður- löndum samankomna á þessum stað. Frá Eiðsvelli var haldið heimleiðis kl. 4 og komið til Sörumsand kl. 6. Kl. 8 hófst svo lokasamkoma. Voru þar ræður fluttar og mótinu síðan slitið. Hafði það þá staðið frá mánudeginum 18. júlí, eða rétta viku. 8 fyrirlestrar voru fluttir, farnar þrjár kynnisferðir um nágrennið, liald- in tvö skemmtikvöld 0. fl. 0. fl. Var rnótið að öllu hið ánægjulegasta. Hjálpaðist þar allt að: ágætur undirbúningur af Norðmanna hálfu, viðurgerningur í bezta lagi og síðazt en ekki sízt, staðurinn, þar sem mótið var haldið, Unglingaskólinn í Sörumsand. Sigurður Ó. Ólaísson, Selfossi. Sveitarst/órnarkosningar fóru fram 25. júní 1950 í öllum sveitarfélög- um landsins, sem ekki var kosið í 29. jan. s. 1. Sveitarstjómarmál sendu sveitarfélögum þess- urn eyðublöð til útfyllingar með áþekku sniði og við kosningarnar í vetur, Svör hafa borizt frá mörgum þeirra nú þegar, en ekki þykir ástæða til að prenta þau fyrr en kosningar- úrslit úr öllum sveitarfélögum hafa borizt. í ráði er að gefa út með haustinu kosningar- handbók, áþekka þeirri, er félagsmálaráðu- neytið gaf út eftir alþingis- og sveitarstjórnar- kosningar 1946. Með þeirn hætti verður til á einum stað nöfn allra þeirra, sem fara með stjórn í sveitarfélögum landsins. Þess er því, hér með farið á leit, að þau sveitarfélög sem enn hafa ekki tilkynnt úr- slit kosninganna hjá sér, geri það svo fljótt senr kostur er. Þeir oddvitar, sem ekki hafa fengið skýrslu til útfyllingar eru vinsamlega beðnir að tilkynna það skrifstofu Sveitar- stjórnarmála hið fvrsta og mun þeim þá verða sent eyðublað um hæl. En spurningar þær, sem svara ber, eru þær sömu og kemur fram í frásögninni um sveitarstjórnarkosningarnar í síðasta hefti, nema heimilisfang ber einnig að tilgreina. Ennfrenmr er sá munur, að kosn- ingarnar 25. júní nrnnu vfirleitt hafa verið óhlutbundar og koma því flokks- eða lista- heiti yfirleitt ekki til greina.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.