Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Síða 20
18
SVEITARST J ÓRNARMÁL
Þá las fundarstjóri upp svohljóðandi til-
lögu:
„Fundurinn telur hagkvæmara, að sveitar-
félög séu sanreinuð en þeim sé skipt eins og
víða hefur átt sér stað að undanförnu. Hins
vegar er það ljóst, að sveitarfélög eru frá
fornu fari svo fast-mótaðar félagsheildir, að
miklir erfiðleikar eru á sameiningu þeirra.
Fundurinn lítur svo á, að æskilegast væri
að sameina sveitarfélög um framkvæmd ein-
stakra mála, t. d. skólamála, fjallskila o. fl.
Ef þá kæmi í ljós, að samvinna um þessi
mál væri hagkvæmari yrði að sjálfsögðu
lengra haldið á þeirri braut.“
Sigfús fylgdi tillögunni úr hlaði með
nokkrum orðum. Erlendur Árnason mælti
heldur á móti tillögunni hvað barnafræðslu
viðvék.
Sigfús upplýsti að tillaga þessi miðaði að
því, að unglingafræðsla vrði sameiginleg, þar
eð flest sveitarfélög mundu nú þegar eiga
skólahús fyrir barnafræðsluna.
Sýslumaður greindi frá því, að Skógaskól-
inn mundi geta séð fyrir húsnæði til unglinga-
fræðslu samkv. nýju fræðslulögunum, en það
vrði ekki til langframa.
Taldi hann tímabært, að skipa nefnd odd-
vita um skólamálin, sem síðan skilaði áliti
til næsta oddvitafundar. Einnig athugi nefnd-
in fjallskilamál og önnur mál, sem sam-
vinna gæti orðið urn.
í nefndina voru skipaðir: Sigfús Sigurðs-
son, Kjartan Stefánsson og Þórður Bjarnason.
Þá kom frarn tillaga frá Sigfúsi Sigurðs-
svni svohljóðandi:
„Fundurinn skorar á Alþingi að setja lög
um manntal, er framkvæmt sé samtímis um
land allt. Flvtji fólk milli sveita sé því skylt
að fá vottorð manntalsstjóra um flutning-
inn. Mætti þannig koma í veg-fyrir eða tor-
velda að sarni maður eigi heimilisfang á tveim
stöðum samtímis."
Tillagan samþykkt samhljóða.
Þá tók til máls sýslumaður. Talaði hann
um stjómarskrármálið á víð og dreif. Las
hann upp og skýrði tillögur Austfirðinga og
Norðlendinga. Bar hann að lokum frarn svo-
hljóðandi tillögu:
„Fundur hreppsnefndaroddvita í Rangár-
vallasýslu haldinn að Stórólfshvoli sunnu-
daginn 25. sept. lýsir því yfir, að hann er í
öllum meginatriðum fylgjandi framkomnum
tillögum frá Norðlendingum og Austfirðing-
um um nýja stjórnarskrá og skorar á Sunn-
lendinga að vinna skipulega að framgangi
stjómarskrármálsins á grundvelli þessara til-
lagna.“
Var tillagan samþykkt samhljóða.
Þá las sýslumaður upp ný lög um eyð-
ingu refa og minka, til glöggvunar fy rir odd-
vita þar sem nokkur nýmæli eru athugaverð.
Einnig gat hann þess að framkvæmdir í
Þorlákshöfn væru fjárfrekar og mæltist til,
að hrepparnir hlypu undir högg og keyptu
hlutabréf í h. f. „Meitli“, sem stofnað var
nú í sumar. Höfðu sýslurnar forgöngu um
stofnun útgerðarfyrirtækis þessa. Bjóst liann
við að hlutaðeigandi sýslur yrðu að bera hita
og þunga framkvæmdanna að sinni.
Fleiri mál voru ekki tekin til meðferðar.
Sýslumaður þakkaði oddvitum konruna.
Sigfús Sigurðsson ávarpaði og fundinn og
flutti honurn þakkir.
Fundarstjórinn, Sigurþór Ólafsson þakk-
aði að síðustu fundarsókn og samstarfsvilja
og sagði fundi slitið.
Sigurþór ÓJafsson.
Sigurb/arfur Guðjónsson.
Nýr bæjarstjóii.
í apríl s. 1. var B/arni Þórðarson, bæjarfull-
trúi, kosinn bæjarstjóri Neskaupstaðar, í stað
Hjálmars Jónssonar, er flutti til Reykjavíkur.