Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Side 24
22
SVEITARST J ÓRNARMÁL
lands, fyrst til ársloka 1933, en síðan var
frestinum jafnan framlengd til 1942.
Þetta tíu ára tímabil féllu því niður allar
greiðslur til sjóðsins, bæði af hálfu ríkissjóðs
og sveitarfélaga. Þessi ár voru því tekjur sjóðs-
ins ekki aðrar en vaxtatekjur lians.
Árið 1941, fyrsta janúar, voru innlánsvext-
ir í sparisjóðum lækkaðir úr 4% í 3 °/o, og
fyrsta janúar 1942 voru sparisjóðsvextir enn
lækkaðir úr 3% í 2%, og stóð svo til 1. jan-
úar 1948. Þessar ráðstafanir allar urðu til þess
að draga rnjög úr vexti sjóðsins.
Verður því ekki sagt, að af hálfu hins opin-
bera hafi mikið verið gert til að afla sjóð
þennan eða hlynna að honum á annan hátt.
Reglur um útlán úr bjargráðasjóðnum eru
allstrangar samkv. lögum sjóðsins, og hefur
það orðið til þess, þótt tekjur lians væru
frekar rýrar, að nokkurt fé hefur safnazt, og
eru eignir sjóðsins nú í peningum og verð-
bréfum röskar tvær milljónir króna. Það er
að vísu ekki rnikið fé á þann mælikvarða, sem
nú er lagður á fjármuni, en þegar tillit er
tekið til þess, að bæði hafa verið felldar nið-
ur svo til allar tekjur sjóðsins urn tíu ára skeið
og að hann hefur tapað allmiklu fé bæði
vegna mæðiveikiráðstafana og þegar sveitar-
félög landsins voru gerð upp í Kreppulána-
sjóði, og þegar það enn fremur er athugað, að
gleymzt hefur að ákveða að greiða tillög sjóðs-
ins með verðlagsuppbót, eins og þó hefði
mátt ætlazt til, er ekki hægt að vænta þess,
að hagur hans sé betri en raun ber vitni.
Á undanförnum veltiárum hefur sama og
ekkert verið leitað til bjargráðasjóðs, og hafa
því tekjur hans síðustu árin nær allar lagzt
fyrir í peningum og verðbréfum. Tekjur
sjóðsins árið 1948 voru þessar:
1. Bjargráðasjóðsgjald sveitarfé-
laganna .................. kr. 34.063.50
2. Tillag úr ríkissjóði......... — 33.000.00
3. Vaxtatekjur.................. — 68.233.47
Á s. 1. hausti hafa bjargráðasjóði borizt
lánbeiðnir, er nema samtals 345 þús. krón-
um, og þó er vitað, að nokkur sveitarfélög
hafa ekki enn sent lánbeiðnir til Bjargráða-
sjósins vegna þess, að nokkrir þingmenn
þeirra héraða, sem harðast urðu úti í vorharð-
indunum s. 1. vor, hafa borið fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um sérstaka hjálp
úr ríkissjóði til þessara héraða. Mjög verður
að telja það vafasamt, að vorharðindi þau,
sem urðu 1949 og ollu talsverðum erfiðleik-
um hjá bændum í ýmsum sveitum austan,
norðan og vestan lands, geti talizt þess eðlis,
að þau falli undir verksvið Bjargráðasjóðs,
eins og starfsreglum hans er nú háttað. Eins
og lögum hans og starfsháttum er nú fyrir-
komið, eru þess engin tök að veita lán eða
styrk til þess að greiða fram úr þessum erfið-
leikum, nema sveitarfélög þau eða sýslufé-
lög, sem í hlut eiga, sæki um lán úr sjóðnum,
ábyrgist þau og annist greiðslu afborgana af
þeirn, þegar þar að kemur.
Það verður að telja, að sá stakkur, sem
bjargráðasjóði er skorinn með lögunum frá
1913 og 1925, sé nú orðinn svo þröngur, að
sjóðurinn raunverulega fái ekki notið sín,
nema reglum hans verði breytt í verulegum
atriðum og starfshættir hans færðir meira til
samræmis við þær venjur, sem nú má telja
ríkjandi orðnar um lánveitingar, styrktarstarf-
semi og önnur slík viðskipti.
Af framangreindum ástæðum hefur þótt
rétt að leggja til, að nokkrar breytingar yrðu
gerðar á lögum um Bjargráðasjóð íslands, til
að gera hann starfliæfari miðað við aðstæður
í þjóðfélaginu á yfirstandandi tírna. Þessar
breytingar er að finna í frumvarpi því, er hér
liggur fyrir og samið er af fyrirsvarsmönnum
bjargráðasjóðsins. Réttara þótti að semja lög-
in upp en að flytja breytingartillögur við nú-
gildandi lög sjóðsins, sérstaklega þar sem þau
eru tvenn, en hagkvæmara þykir að hafa lög-
in ein.
Samtals kr. 135.296.97