Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Síða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Síða 31
SVEITARSTJÓRNARMÁL 29 Tilkynning um IV. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga. Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga hefur ákveðið, að IV. landsþing sambands- ins skuli að þessu sinni háð á Þingvöllum, dagana 26.-27. ágúst n. k. Dagskrá sú, sem hér birtist á eftir, urn störf þingsins, er nánast drög að dag- skrá og kann því röð dagskrárliða og efni að breytast eitthvað. Ennfremur getur svo farið, að ferðir verði farnar um nágrennið meðan á þinghaldi stendur. Stjórn- in hefur boðið sveitarstjórnarsamböndum Norðurlandanna að senda fulltrúa á þing þetta. Nú hafa borizt bréf um a. m. k. einn fulltrúi mæti frá hverju Norðurlandanna: Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Æskilegt væri, að fulltrúar mættu frá sem allra flestum sveitarfélögum landsins. Þau sveitarfélög, sem enn hafa ekki gerzt félagar í Sambandi ísl. sveitarfélaga, ættu að samþykkja inntökubeiðni hið fyrsta og kjósa fulltrúa til að mæta á þinginu. Skrifstofa Sambandsins er reiðubúin að láta þeim í té þær upplýsingar, sem óskað yrði eftir. Sveitarstjómir þær, sem í Sambandinu eru, skal hér með bent á, að nauðsyn- legt er, að þær kjósi fulltrúa til þingsins svo fljótt sem kostur er. Samkvæmt lögurn Sambandsins skulu, að afloknum hverjum sveitarstjórnar- kosningum, stjómir þeirra sveitarfélaga, sem í Sambandinu eru, kjósa fulltrúa á landsþing sveitarfélaganna og gildir sú kosning fyrir allt kjörtímabilið. Sveitarfélög: með allt að 1500 íbúa kjósa 1 fulltrúa með 1500—3000 íbúa kjósa 2 fulltrúa með 3000—5000 íbúa kjósa 3 fulltrúa með 5000—10000 íbúa 4 fulltrúa. og síðan einn fulltrúa fyrir hverja 10 þúsund íbúa. Æskilegt væri, að tilkynningar um kjör fulltrúa á landsþingið bærust skrifstofu Sambandsins sem fyrst. Við það er miðað, að fulltrúaráð Sambandsins komi saman til fundar dagana áður en landsþingið hefst.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.