Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Qupperneq 33

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Qupperneq 33
S VEITARST J ÓRN AR M ÁL 31 ALMANNATRYGGINGARNAR tilhyima: Atliygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almannatryggingunum skerðist eða fellur niður, ef hlutaðeigandi eigi hefur greitt skilvíslega iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Þeir, sem sækja um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, skulu leggja fram tryggingaskírteini sín með kvittun innheimtumanna fyrir áföllnum iðgjöldum. Reykjavík, 25. maí 1950. Tryggingastofnun ríkisins. TILKYNNING um endurnýjun umsókna um lífeyri frá almannatryggingunum. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna rennur út 30. júní n.k.: Næsta bótatímabil hefst 1. júlí 1950 og nær til 30. júní 1951. Að þessu sinni verður þess ekki krafizt, að þeir, sem nú njóta ellilífeyris, örorkulifeyris, barnalifeyris eða fjölskyldubóta, sendi sérstakar umsóknir. Umboðsmenn Tryggingarstofnunar ríkisins munu, hver í sínu umdæmi, úrskurða þeim, sem nú njóta framangreindra bóta skv. úrskurði, bætur fyrir næsta bótatímabil á grundvelli fyrri umsókna, með hliðsjón af nýjum upp- lýsingum um tekjur og annað, er varðar bótaréttinn. Munu þeir tilkynna bóta- þegum um úrskurðinn með nýju bótaskírteini í byrjun næsta bótaárs. Þeir, sem nú njóta örorkustyrks, ekknalifeyris, makabóta eða lifeyrishœkk- unar skv. úrskurði, skulu hins vegar seekja á ný um bœtur þessar, ef þeir óska að njóta þeirra næsta bótatímabil, og gera nákvæma grein fyrir þeim atriðum, er upplýsa þarf í því sambandi. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð og afhentar umboðsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins fyrir 20. dag júnímánaðar. Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til trygginagsjóðs, skulu sanna, með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að jjeir liafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bóta- réttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og nýjar um- sóknir um lífeyri, verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Reykjavík, 25. maí 1950. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.