Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Page 34
32
SVEITARST J ÓRNARMÁL
TILKYNNING
um uppbótargreiðslur til ellilifeyrisþega og öryrkja
fyrir bótatímabilið 1. júli 1949 til 30. júní 1950.
Tryggingaráð hefur ákveðið að neyta heimildar þeirrar, er síðasta Alþingi
veitti því, til þess að greiða uppbætur á ellilífeyri, örorkulífeyri, örorkustyrk
og makabætur fyrir bótatímabilið frá 1. júlí 1949 til 30. júní 1950. Uppbætur
þessar nema 10% af framangreindum bótagreiðslum, og hefur Tryggingastofnun
ríkisins lagt fyrir umboðsmenn sína að greiða uppbœtur þessar i einu lagi fyrir
yiefnt timabil, um leið og júnígreiðsla fer fram, þ. e. lokagreiðsla fyrir yfir-
standandi bótaár.
Uppbæturnar greiðast bótaþegum á venjulegan hátt eða þeim, sem hefur
löglegt umboð til að taka á móti bótunum. Hafi bótaþegi látizt á tímabilinu,
greiðast uppbætur til eftirlifandi maka.
Um greiðslu vísitöluuppbótar samkvæmt lögum um gengisskráningu o. fl.
verður tilkynnt síðar.
Reykjavík, 7. júní 1950.
Tryggingastofnun rikisins.
niilííeyrisérei&slttr
til danskra, finnskra, noskra og scenskra rikisborgara,
sem búsettir eru hér á landi.
Hinn 1. desember 1949 kom til framkvæmda milliríkjasamningur, Norður-
landanna um gagnkvæmar greiðslur ellilífeyris. Samkvæmt þessu eiga danskir,
finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar, sem dvalizt hafa samfleytt á íslandi
5 síðastliðin ár og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og
íslenzkir ríkisborgarar. Þeir eiga og rétt til lífeyris fyrir börn sín undir 16 ára
aldri, sem hjá þeim dvelja á þeirra framfæri, og koma til greina við ákvörðun
uppbótar á lífeyrisgreiðslur, til jafns við íslenzka ríkisborgara.
Þeir erlendis ríkisborgarar, sem samningurinn tekur til, og vilja njóta þessara
réttinda, eru hér með áminntir um að snúa sér með umsóknir sínar til umboðs
manns Tryggingastofnunar ríkisins og leggja fram sönnunargögn fyrir óslitinni
dvöl hér á landi 5 síðustu ár.
Þeir, sem áður hafa lagt fram umsókn og fengið úrskurðaðan lífeyri, þurfa
þó ekki að endurnýja umsókn sína fyrir næsta bótatímabil, 1. júlí 1950 til 30.
júní 1951.
Reykjavík, 22. júní 1950.
Tryggingastofnun ríkissins.
Prentsmiðjan ODDl h.f, Reykjavík