Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 4

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 4
RETTUR SVEITARFELAGA TIL ALMENNINGA Úr setningarræðu formanns á landsþingi Þótt margt hafi merkilegt gerzt á síðasta kjörtímabili stjórnar sambandsins árin 1967—1970, ætla ég, að þróun landshluta- samtakanna verði síðar talin með því af- drifaríkasta. Nú er svo komið, að um allt land eru risin landshlutasamtök; í flestum tilvikum hrein sveitarfélagasamtök. Það er trú mín, að með þessu sé stefnt til nýrrar umdæmaskiptingar á íslandi, e. t. v. ekki endilega með núverandi mörk- um, en ég hef þá trú, að umdæmaskipt- ingin í framtíðinni muni mjög mótast af hinum nýju landshlutasamtökum. Því nefni ég þetta hér, að þetta er í sjálfu sér merkileg þróun, en ekki síður vegna hins, að ég ætla, að þessar nýju ein- ingar séu ýmist einar sér eða í samvinnu hugsanlegir aðilar að mikilvægum réttind- um, sem ekki hefur verið gaumur gefinn. Því má halda fram, að þessar einingar ým- ist einar sér eða saman séu arftakar fjórð- unganna gömlu, en ástæða er til að ætla, að mikilvæg réttindi séu við þá bundin. Tíðindi gerast nú helzt í Þingeyjarsýslu, eins og menn vita. Þar er nú m. a. rekið mál, er snertir eignarrétt að svonefndum almenningum. í sambandi við það hefur verið könnuð töluvert eldri löggjöf um eignarrétt að almenningum. Hefur verið 210 bent á, að samkvæmt bæði þjóðveldislög- unum, þ.e. Grágás,og Jónsbók hafa almenn- ingar verið taldir eign fjórðungsmanna, þ. e. bænda í hverjum landsfjórðungi. Er mjög vafasamt, hvort þessum fornu ákvæð- um hefur nokkurn tíma verið breytt, en það þýðir, að landsfjórðungarnir, eða vænt- anlega sveitarfélögin í hverjum landsfjórð- ungi, eru sameigendur allra almenninga í hverjum landsfjórðungi fyrir sig. Kemur því mjög til álita, að landshtfutasamtök sveitarfélaganna séu réttur aðili til að ganga fram fyrir skjöldu, til að viðhalda þessum forna rétti fjórðungsmanna. Virðist mér mjög nauðsynlegt, að sveitar- félögin og samtök þeirra gæti þess vandlega, að sá réttur, sem þau kunna að eiga, glat- ist ekki fyrir aðgerðarleysi. Það veit eng- inn, hvers virði þessi réttindi eru nú eða hve víðtæk þau kunna að vera, en hugsa mætti sér, að meginauður íslendinga í framtíðinni byggðist á því, sem er í og á almenningum. Ég tel á þessu stigi ekki ástæðu til að rekja þetta frekar, en bendi aðeins á, að hér getur verið um að ræða mjög þýðingar- mikið verkefni, er næsta stjórn sambands- ins ætti að kanna til hlítar, og væri eðli- legt, að landshlutasamtökin væru þar með í ráðum. Páll Líndal. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.