Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Blaðsíða 5
9. LANDSÞING
SAMBANDS
ÍSLENZKRA
SVEITARFÉLAGA
haldið í Súlnasal Hótel Sögu
8.-10. september 1970
9. landsþing Sambands íslerizkra sveitarfélaga
var haldið í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík
dagana 8.—10. september 1970.
Formaður sambandsins, Páll Líndal, borgar-
lögmaður, setti þingið með ræðu. Bauð hann
þingfulltrúa og innlenda og erlenda gesti vel-
komna. Einnig minntist hann í ræðu sinni ný-
látins forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktsson-
ar, eiginkonu og dóttursonar, og risu þingfulltrúar
úr sætum sínum í virðingarskyni við hin látnu.
Formaður mælti m.a. á þessa leið:
„Við upphaf Jjessa landsþings væri ástæða til
að minnast ýmissa ágætra sveitarstjórnarmanna,
er starfað liafa í Jiágn sveitarfélaganna og sam-
bandsins, en látizt hafa, frá því að síðasta lands-
Jjing var háð fyrir réttum Jsrem árum.
Þar ber Jró einn mann miklu ha^st, Jsótt sveitar-
stjórnarmálin væru aðeins takmarkaður hluti
mikils ævistarfs. Það hefur ekki komið mjög fram,
hversu mikinn Jrátt Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, átti að stofnun Jressa sambands og
mótun Jjess í byrjun, er hann var borgarstjóri í
Reykjavík. Fáir munu á Jaessu þingi, er voru við-
staddir, er hann lét mest að sér kveða á lands-
Vlð setningu landsþingsins I Súlnasal Hótel Sögu.
S VEITARSTJ Ó RNARMÁL