Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Side 7

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Side 7
flokkanna fyrir þá fyrirgreiðslu, sem þeir hafa veitt, og holl ráð í ýmsum málum. Þannig mætti lengi áfram halda, því að sam- bandið þarf til margra að leita og þess munu fá dæmi eða engin, að málaleitun þess hafi ekki verið vel tekið. Hvert stefnir? Þetta landsþing er háð á tímamótum. Að baki liggur aldarfjórðungsstarf sambandsins, en fram- undan blasa við mikil og vaxandi verkefni. Saga sambandsins hefur verið rakin í sérstöku afmælishefti Sveitarstjórnarmála, og verður því ekki endurtekin. Ég vil aðeins benda á, að mér virðist, að sambandið sé algerlega búið að skapa sér fastan sess í þjóðfélaginu. Þaðer búið að vinna sér töluverða tiltrú. Það er sæmilega stætt fjár- hagslega. Fyrir þetta eigum við mikla þökk að gjalda þeim, sem ruddu brautina, en öll vitum við, að í þeirri vegagerð á Jónas Guðmundsson langflest dagsverkin og rnest afköstin. Nú er það okkar hlutverk, sem erum fulltrúar á þessu landsþingi, að skipa svo málum sam- bandsins, að það verði á komandi árum sem allra bezt hæft til að sinna hinu þýðingarmikla hlut- verki, sem það hefur að gegna í þágu sveitar- félaganna og þar með fólksins í landinu. Hér er um margþætt hlutverk að ræða. Efst á blaði tel ég það, að starfssvið sveitar- félaganna gagnvart ríkisvaldinu verði mótað þannig, að um rökrétta og hagkvæma verka- skiptingu verði að ræða. Sú verkaskipting, sem við búum við, hefur þróazt á löngum tíma, án nokkurrar heildarstefnu; hefur oftlega byggzt á tímabundnum viðhorfum, nánast tilviljunum. A kjörtímabili fráfarandi stjórnar hafa verið undir- búnar tillögur að nýrri verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Hafa þær tillögur þegar verið kynntar sveitarstjórnum í landinu, en vegna þeirra kosninga, sem nú eru nýafstaðnar, er eðlilegt, að hinir nýju sveitarstjórnarmenn fái aðstöðu til að kynna sér þær og fjalla um. Verður það hlutverk næstu stjórnar að vinna að framgangi tillagnanna í núverandi mynd eða breyttri. Ekki ætla ég að svo stöddu að leggja Gunnar Larsson, þingmaður í Svfþjóð, fiytur sambandinu heillaóskir sveitarstjórnarsambandanna annars staðar á Norðurlöndum. Hans Opstad þakkaði af hálfu norrænu gestanna við þingslit. Dr. Gylfi Þ. Gíslason svarar fyrirspurnum um skólamál. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.