Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 9
leika á sameiningu. Því öflugri, sem sveitar- stjórnareiningarnar eru, því betur eru þær fær- ar til að leysa hlutverk sitt af hendi. Á þessu þingi munu skattamálum eða tekju- stofnamálum gerð töluverð skil. Eitt meginverk- elni næstu stjórnenda sambandsins verður að móta ákveðna stefnu í tekjustofnamálum sveitar- félaga. Þar eru ýmsar hugmyndir á lofti og þarf vandlega að vega og meta þær. Sérstaklega er aðkallandi, að viðhorfið til nýja fasteignamats- ins verði kannað vel. Það væri vissulega efni til að ræða sitthvað fleira, sem er ofarlega á baugi og skiptir sveitar- félögin miklu. I því sambandi nefni ég skóla- málin, en þeim verða gerð sérstök skil á þessu landsþingi. Ég nefni mál eins og hlutverk sveitar- félaganna á sviði menningarmála, umhverfis- vernd, sem ber einna hæst allra mála í dag í veröldinni, skipulagsmál, félagsmál, heilbrigðis- mál og æskulýðsmál. Tíminn leyfir ekki, að þessu verði gerð skil að marki. Eitt mál vil ég þó nefna sérstaklega, sem ég held, að sambandið verði að taka föstum tökum. Það er aðstoð við sveitar- félögin á sviði tæknimála. Þar er ástandið víða mjög bágborið, svo að ekki sé meira sagt. Að- staða þeirra til að láta vinna að tæknimálum virðist erfið og því nauðsynlegt, að einhver skipulagsbundin fyrirgreiðsla verði veitt.“ Formaður ræddi einnig erfitt árferði undan- gengin ár og áhrif þess á hag sveitarfélaganna. Að lokum vék hann að auknu tali um lýðræði í landinu og hlutverki sveitarfélaganna í þeim efnum og að því sameinkenni liðins kjörtímabils, sem hann taldi vera, það er myndun og mótun landshlutasamtakanna. Sá kafli í setningarræðu formanns birtist sem forustugrein framar í þessu tölublaði tímaritsins. Að setningarræðu lokinni flutti ávarp Gunn- ar Larsson, þingmaður, fulltrúi Sveitarfélaga- sambandsins í Svíþjóð. Bar hann þinginu kveðj- ur bræðrasambandanna annars staðar á Norður- löndum og færði sambandinu að gjöf vegg- teppi frá samtökum sínum og fundahamar frá Sveitarfélagasambandinu í Finnlandi. Einnig talaði úr hópi norrænu gestanna Jan Johnsen, fulltrúi Kaupstaðasambandsins í Nor- Páll Lindal sæmir Karl Kristjánsson heiðursmerki sambandsins. Formaður veitir viðtöku málverki al Reykjavík úr hendi Geirs Hall- grímssonar, borgarstjóra, I ræðustóll. Tákn norænnar samvinnu í listvefnaði, sem sveitarfélagasambandið í Svíþjóð færði sambandinu í afmælisgjöf. SVEITARSTJÓKNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.