Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Side 10
216
egi, og færði hann sambandinu bókagjöt frá
sveitarfélagasamböndunum í Noregi í tilefni af
25 ára afmæli sambandsins 11. júní.
Næst fluttu ávörp Hjálmar Vilhjálmsson,
ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, sem
flutti þinginu árnaðaróskir Emils Jónssonar, fé-
lagsmálaráðlierra, sem var erlendis, og Birgir ísl.
Gunnarsson, fyrsti varaforseti borgarstjórnar
Reykjavíkur, sem bauð þingfulltrúa velkomna til
starfa í höfuðborginni.
132 fulltrúar
á þingi
Kjörbréfanefnd þingsins hafði verið skipuð.
Áttu sæti í henni Unnar Stefánsson, ritstjóri,
Jón Ásgeirsson, sveitarstjóri, Njarðvíkurhreppi,
og Sfeinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi í
Reykjavík. Hafði Unnar Stefánsson orð fyrir
nefndinni.
í áliti kjörbréfanefndar kom fram, að 257 full-
trúar áttu rétt á þingsetu, 211 lrá 209 hreppum
og 46 frá 14 kaupstöðum.
Af 223 sveitarfélögum, sem aðild eiga að
sambandinu, höfðu 150 skilað kjörbréfum fyrir
samanlagt 186 fulltrúa.
Til þings voru komnir 132 lulltrúar frá 106
sveitarfélögum, en 54 ókonmir af þeim, er kjör-
bréfum höfðu skilað.
Kjörbréf allra þingfulltrúa voru samþykkt.
Kosning forseta
og ritara
Forseti þingsins var kosinn Páll Líndal, for-
maður sambandsins, og varaforsetar Ólafur G.
Einarsson, sveitarstjóri, Garðahreppi, varafor-
maður sambandsins, og Birgir ísleifur Gunnars-
son, fyrsti varaforseti borgarstjórnar Reykjavík-
ur.
Fræðslustarfsemi um sveitarstjórnarmál
ber að auka og efla
Landsþingið gerði svofellda álykt-
un um fræðslustarfsemi:
Fræðslustarfsemi um sveitar-
stjórnarmál er tvískipt, þ.e. fyrir
almenning og hins vegar fyrir
sveitarstjórnarmenn. Báða þessa
liði í starfsemi sambandsins ber að
auka og efla.
1. Frœðshtstarfsemi fyrir almenn-
ing þarf að auka að mun og nota
þar alla þá fjölmiðla, sem völ er
á. Tímaritið Sveitarstjórnarmál
þarf að kynna almenningi og afla
því áskrifenda sem v.'ðast.
2. Hvetja ber sveitarfélög hvert
um sig til aukinnar kynningar á
starfsemi sinni bæði með útgáfu
bæklinga og miðlun upplýsinga til
fjölmiðla.
3. Halda þarf reglulega eftir
hverjar sveitarstjórnarkosjiingar 4
—5 daga skóla fyrir nýráðna eða
kjörna bæjarstjóra, sveitarstjóra og
oddvita, sem þess óska. Þar yrði í
þröngum hópum, t. d. 12—15
manns, farið yfir valið efni, rem
kynnt væri af mönnum, sem hefðu
reynslu og þekkingu á þeim mála-
flokkum, t.d. embættismönnum
ríkisins í ákveðnum málaflokkum
og starfandi bæjar- og sveitarstjór-
um.
4. Halda ber áfram á þeirri
braut, sem farin hefur verið, með
ráðstefnuhald í ýmsum stórmálum,
sem æskilegt er, að sem flestir
sveitarstjórnarmenn kynnist. Fund-
ir starfshópa, t. d. bæjarverkfræð-
inga, byggingarfulltrúa, heilbrigð-
isfulltrúa og barnaverndarfulltrúa
væru og mjög æskilegir, t.d. ann-
að hvert ár.
5. Erindrekstur á vegum sam-
bandsins hefur og gefið góða raun.
Mjög æskilegt væri, að einhver á
vegum Sambands íslenzkra sveitar-
félaga kæmi í öll sveitarfélög
landsins einu sinni á hverju kjör-
tímabili og sæti einn fund í sveit-
arstjórn og ræddi við ráðamenn.
6. Útgáfa Sveitarstjórnarmála og
Handbóka um sérstök málefni hef-
ur gefið góða raun og er hvatt til
eflingar þeirrar starfsemi.
Sérstaklega eru sveitarstjórnir
hvattar til að kaupa ritið fyrir
starfsmenn sveitarfélaganna og
varafulltrúa í sveitarstjórnum.
SVEITARSTJ ÓBNAKMÁL