Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Side 13
Allsherjarnefnd:
Páll Líndal, borgarlögm., Rvík, formaður,
Ólafur B. Thors, borgarfulltr., Reykjavík,
Stefán Gunnlaugsson, bæjarfltr., Hafnarfirði,
Alexander Stefánsson, oddv., Ólafsvíkurhreppi,
Guðfinnur Magnússon, bæjarfulltr., ísafirði,
Jóhannes Björnsson, oddv., Ytri-Torfustaðahr.,
Björn Friðfinnsson, bæjarstj., Húsavík,
Helgi Gíslason, oddv., Fellahreppi,
Óli Þ. Guðbjartsson, oddv., Selfossi.
Skýrsla
sambandsstjórnar
Formaður sambandsins, Páll Líndal, fylgdi úr
hlaði skýrslu stjórnar um starfsemi sambandsins
liðið kjörtímabil, 1967—1970. Var skýrslan birt í
5. tbl. Sveitarstjórnarmála og afhent þingfulltrú-
um. Einnig eru í sama tölublaði birtir ársreikn-
ingar sambandsins sömu ár, sem Magnús E. Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri, gerði grein fyrir.
Þá fylgdi ÓlafurG. Einarsson, sveitarstjóri, vara-
formaður sambandsins, úr hlaði tillögu stjórnar
um breytingu á lögum sambandsins þess efnis,
að bein framlög sveitarfélaga til sambandsins
féllu niður vegna hækkunar á framlagi til sam-
bandsins úr Jöfnunarsjóði sVeitarfélaga.
Tillögunni var vísað til fjárhagsnefndar.
Ný viðhorf í skattamálum
Á öðrum fundi þingsins, eftir liádegisverðar-
hlé, flutti Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, er-
indi, er hann nefndi „Ný viðhorf í skattamálum",
og í beinu framhaldi af því, eftir að ráðherrann
hafði svarað nokkrum fyrirspurnum, flutti Ólaf-
ur Davíðsson, hagfræðingur, erindi um Hlut-
deild fasteignaskatta í tekjuöflun sveitarfélaga.
Gerði Ólafur þar grein fyrir niðurstöðum n'efnd-
ar þeirrar, sem kosin var á seinasta fulltrúaráðs-
fundi til þess að fjalla um þetta efni.
Umræður urðu síðan allmiklar í einu lagi um
erindi fjármálaráðherra og Ólafs Davíðssonar.
Meðal annars skýrði Valdemar Óskarsson, skrif-
stofustjóri Yfirfasteignamatsnéfndar, frá undir-
búningi nýja fasteignamatsins.
Frú AuSur Auðuns, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Jónas Guö-
mundsson, fyrsti formaður og heiðursfélagi sarnbandsíns.
Úr kvöldverðarhófinu. Við borðið til hægri sér framan á Halldór
Jónsson, gjaldkera á skrifstofu sambandsins, Ástu Torfadóttur, skrif-
stofustúlku og mann hennar, Ásgeir Þorvaldsson, Tómas Brandsson,
eiginmaður Karenar Jónsdóttur, skrifstofustúEku, sem situr innst.
Arne Rödskcg og Hans Opstad frá sveitarstjórnarsamböndanum i
Noregi veita Páli Líndal og Magnúsi E. Guðjónssyni heiðursmerki
sambanda sinna.
SVEITARSTJÓRNARMÁL