Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Blaðsíða 14
Tekjuöflunarkerfi ríkis og sveitarfélaga
verði endurskoðað
Um skattamál gerði landsþingið
svofellda ályktun:
„Á undanförnum árum hafa
skapazt ýmsar þær aðstæður, sem
ýta undir kröfur utn heildarendur-
skoðun tekjuöflunarkerfis ríkis og
sveitarfélaga:
a) Hafin er athugun á þeim mögu-
leikum að taka upp staðgreiðslu-
kerfi opinberra gjalda.
b) Endurskoðun á verkefnaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga er á
döfinni.
c) Nýtt fasteignamat mun verða
löggilt á næsta ári.
Aðild íslands að Fríverzlunar-
bandalagi Evrópu mun einnig liafa
ýmsar breytingar í skattamálum í
för með sér.
Af þessum ástæðum er nauðsyn-
legt, að gerð verði víðtæk athugun
á tekjuöflunarkerfi liins opinbera
til undirbúnings nýskipunar skatta-
rnála, og hlýtur tekjuöflun sveitar-
félaga að verða einn liður í [jessari
endurskoðun.
Nauðsynlegt er, að sveitarfélög-
unum verði tryggðir traustir tekju-
stofnar í samræmi við þau verk-
efni, er þeim ber að annast í þágu
íbúanna.
Það er fyrst og fremst lilutverk
ríkisvaldsins að sjá til þess, að
almennum félagslegunt og efna-
hagslegum markmiðum verði náð,
og því er eðlilegt, að ríkið hafi
yfir að ráða þeint tekjustofnum, sem
bezt eru fallnir til þess að ná hinutn
félagslegu markmiðum og sem hag-
stjórnartæki. Æskilegt er, að tekju-
öflun sveitarfélaga verði sem ein-
földust og liagkvæmust í fram-
kvæmd, en þess jafnframt gætt, að
hún brjóti ekki í bága við félags-
legt réttlæti.
Fasteignaskattar hafa um langt
skeið verið sjálfstæður tekjustofn
sveitarfélaga, en hlutur þeirra í
heildartekjum liefur verið óveru-
legur á undanföinum árum, eink-
um vegna úrelts fasteignamats.
Undirbúningi að nýju fasteigna-
mati er nú lokið, og er þess að
vænta, að það verði löggilt fyrri
Iiluta næsta árs.
Hið nýja fasteignamat mun gjör-
breyta þeim skattstofni, sem fast-
eignaskattar og ýmis fleiri gjöld eru
miðuð við, og verður því nauðsyn-
legt að breyta þeim ákvæðum laga
um tekjustofna sveitarfélaga, er um
fasteignaskatta fjalla.
Við væntanlegar breytingar á
álagningu fasteignaskatta við lög-
festingu nýs fasteignamats er nauð-
synlegt að leggja áherzlu á, að al-
mennur fasteignaskattur verði
áfram sjálfstæður tekjustofn sveit-
arfélaga. Einnig verði stefnt að því,
að lilutur fasteignaskatta í heildar-
tekjum sveitarfélaga liækki nokkuð
frá því, sent nú er. Frambúðarskip-
an fasteignasköttunar lilýtur hins
vegar að bíða þeirrar heildarendur-
skoðunar á tekjuöflunarkerfi ríkis
og sveitarfélaga, sem nú er í und-
irbúningi.
Nauðsynlegt er, að á móti hækk-
un fasteignaskatta konti lækkun
annarra skatta til sveitarfélaga,
þannig að heildarskattbyrði verði
sem næst óbreytt. Slík lækkun
verður bezt framkvæmd með breyt-
ingu á núgildandi útsvarsstiga, er
tryggi það, að útsvarsálagning á
meðaltekjur og lágtekjur lækki frá
því sem nú er.
Jafnframt lagfæringum á núgild-
andi útsvarsstiga er nauðsynlegt að
gera aðrar breytingar á álagningu
útsvara, er leiði til réttlátari skatt-
lagningar. Stefna ber að því, að
reglum um vaxtafrádrátt eintakl-
inga verði breytt þannig, að liann
nái aðeins til veðlána vegna ibúða-
bygginga, þ.e.a.s. veðdeiklarlána,
lífeyrissjóðslána og annarra hlið-
stæðra lána. Svo og vaxta vegna
atvinnurekstrar. Allur annar vaxta-
frádráttur verði afnuminn í áföng-
um á vissu árabili. Reglur um frá-
drátt vegna atvinnutekna giftra
kvenna verði endurskoðaður með
það fyrir augum að gera þær rétt-
látari með tilliti til skattlagningar
allra einstaklinga, án tillits til kyns
og hjúskaparstöðu. Þó ber að hafa
í liuga sérstakar aðstæður, þar sem
árstíðabundin þátttaka giftra
kvenna í framleiðslustörfum er al-
menn og nauðsynleg vegna at-
vinnuhátta.
Reynsla undanfarinna ára, at-
vinnuleysi og harðæri víða um
land sýnir, að nauðsynlegt er að
efla Jöfnunarsjóð sveitarfélaga,
þannig að auk þess að vera fastur
tekjustofn sveitarfélaga, geti hann
betur gegnt því hlutverki að jafna
mismunandi aðstöðu sveitarfélaga
til tekjuöflunar og aðstoða sveitar-
félög, sem lenda í sérstökum erfið-
leikum.
Æskilegt er, að heimild til álagn-
ingar gatnagerðargjalda verði lög-
fest og álagning þeirra samræmd.
Við tilkomu hins nýja fasteigna-
mats þarf að endurskoða reglur um
álagningu vatnsskatts og annarra
gjalda, er miðast við fasteignamat.
220
SVEITARSTJÓRNAUMÁL