Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 21
sveitarfélög að leysa. Það vœri vafasöm úrbút að
flokka sveitarfélög i ýmsa flokka eftir getu
peirra til lausnar verkefna, og skipta síðan verk-
efnum á milli ríkis og sveitarfélaga i samrœmi við
pað. Sú stefna mundi leiða til glundroða i lög-
gjöf sveitarstjórnarmála. Eðlilegra mœtti virðast
að breyta sveitarfélögunum með pað fyrir aug-
um, að pau verði samstæðari en pau eru nú
og að pau verði öll pess megnug að leysa pau
vcrkefni með sóma, sem eðlilegast og hagstœðast
er, að séu i höndum sveitarfélaga.
Efling sveitarfélaganna me3 sameiningu
Sarnband islenzkra sveitarfélaga hefur átt
frumkvœði að athugun, sem fram liefur farið i
pví augnamiði að efla sveitarfélögin með pví að
sameina tvö eða fleiri sveitarfélög i eitt sveitar-
félag. Nefnd var skipuð samkvæmt tilmælum
sambandsins til pess að athuga pessi mál. Á sið-
asta pingi voru sett lög nr. 70, um sameiningu
sveitarfélaga. Frumvarp til pessara laga var sam-
ið af nefndinni, en frumvarpinu var breytt
nokkuð í meðförum Alpingis. Með lögum pess-
um er mörkuð stefna í pá átt, að stuðla að efl-
ingu sveitarfélaganna með pvi að koma á sam-
einingu tveggja eða fleiri sveitarfélaga i eitt sveit-
arfélag. Hér vinnst ekki timi til að rekja ákvæði
laga pessara. Þess skal pó getið, að pað er megin-
regla lagantxa, að sameining getur ekki náð fram
að ganga, nema að hlutaðeigandi sveitarstjórnir
sampykki.
Eins og áður sagði, hefur sameiningarmál
sveitarfélaganna verið mikið baráttumál stjórn-
ar og fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitar-
félaga. Á hinn bóginn verður pess ekki vart, að
petta málefni eigi miklu fylgi að fagna meðal
sveitarsifjórnarmanna peirra sveitarfélaga, sem
helzt kæmi til greina að sameina öðrum sveitar-
félögum. Horfur á sameiningu sveitarfélaga virð-
ast pvi ekki miklar, eins og nú horfir. í áður-
nefndum lögum um sameiningu sveitarfélaga er
gert ráð fyrir pvi, að félagsmálaráðuneytið ann-
ist framkvæmd laganna i samráði við Samband
islenzkra sveitarfélaga og hlutaðeigandi sveitar-
stjórnir. Það væri æskilegt, að petta landsping
markaði ákveðna stefnu i málinu. Það mundi
auðvelda sambandinu og ráðuneytinu val á peim
aðferðum, sem skynsamlegt væri að fara eftir við
framkvæmd pessa máls.
Um leið og ég færi Sambandi islenzkra sveit-
arfélaga árnaðaróskir á 25 ára afmælinu og pakk-
ir fyrir margvíslega aðstoð og ágætt samstarf á
liðnum árum, itreka ég kveðjur og heillaóskir
Emils Jónssonar, ráðherra, til pingsins.
SVEITARSTJÓRNARMÁL