Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 22
Fleiri verkefni
í hendur sveitarstjórna
Ávarp Birgis ísl. Gunnarssonar, vara-
forseta borgarstjórnar Reykjavíkur,
við setningu landsþingsins
Góðir þingfulltrúar.
Ég vil f.h. Reykjavikurborgar bjóða alla þing-
fulltrúa og gesti þessa 9. landsþings Sambands
islenzkra sveitarfélaga velkomna til þingstarfa
hér i Reykjavík. Okkur Reykvíkingum er það
mikil dnœgja, að svo mikill fjöldi sveitarstjórnar-
manna viðsvegar að af landinu skuli sœkja
Reykjavik heim til jafn umfangsmikilla og mik-
ilvcegra þingstarfa og hér eru að hefjast. Dag-
skrá þessa þings ber það með sér, að hér verða
tekin til meðferðar mörg stórmál, sem snerta
sveitarfélögm og þá um leið alla landsbúa mjög
mikið.
Gagnrýni á stjórnkerfið
Sveitarfélögin eru mjög mikilvœgur þáttur i
stjómkerfi landsins, en þvi er ekki að neita, að
stjórnkerfið og stjórnunaraðferðir hafa orðið fyr-
ir allmikilli gagnrýni undanfarin ár. Þessi gagn-
rýni er að visu ekki sérislenzkt fyrirbœri. Það,
sem öðru fremur hefur sett sviþ sinn á stjórn-
málalif tnargra landa undanfarin ár, er ókyrrð
og órói, einkum meðal ungs fólks, sem mjög hef-
ur beint sþjótum sínum að ýtnsum valdamiklutn
þjóðfélagsstofnunum.
Gagnrýnisefnin hafa að visu verið margvisleg
og alls ekki þau sötnu i hinum ýmsu löndutn og
aðferðirnar til að kotna gagnrýninni á framfceri
hafa einnig verið mjög ólikar og sumar ekki lik-
legar til að vekja samúð með málstaðnum. Þó að
vafalaust sé eitthvert sambatid á milli þess, sem
gerzt hefur erlendis og þess, sem gerzt hefur liér
228 heima, þá hafa gagnrýnisefnin HÉR fyrst og
fremst verið miðuð við islenzkar aðstceður. Um-
rœðurnar hér hafa fyrst og fremst beinzt að is-
lenzkum stjórnmálaflokkum, islenzkum þjóðfé-
lagsháttum og islenzkutn þjóðfélagsstofnunum.
Krafan um aukið lýðræði
Unga fólkið hér á landi hefur fundið að ýmsu
og vafalaust finnst sumum, að margt, sem sagt
hafi verið, sé ósanngjarnt. Eitt hefur þó öðru
fremur einkennt þessar utnrceður. Það er krafan
um aukið lýðrceði. Krafan utn aukin, bein áhrif
almcnnings á stjórn þjóðfélagsmála samfara ósk
um hreinskilnari og oþnari umrceður um þau
tnál, sem ákvörðun þarf að taka um hverju sinni.
Þessi nýja bylgja, ef svo má segja, hefur þegar
haft mikil áhrif.
Stjórnmálaflokkarnir t.d. hafa breytt starfsemi
á því, að hér eiga sveitarfélögin miklu hlutverki
sinni og einmitt þessa dagana má sjá það i undir-
búningi og framkvcemd skoðanakannana eða
þrófkosninga um skiþan framboðslista fyrir
ncestu Alþingiskosningar, þar setn leitað er i rík-
ara mceli til almennings en nokkru sinni áður
utn það, hvernig framboðslistar eigi að vera
skiþaðir.
Hlutverk sveitarstjórna
Enginti vafi er á þvi, að þessi þróun á eftir að
lialda áfratn og gripa inn á fleiri svið þjóðlifs-
ins. Riður þá á miklu að finna hetini þann far-
veg, setn raunverulega leiði til betri stjórnunar
og stuðli að betra lífi fólksins i landinu. En
þvi geri ég þetta að umtalsefni hér i uþphafi
SVEITARSTJÓRNARMÁL