Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Page 26
Hnífsdalur.
kostnaður ætti ekki að aukast mjög mikið, en
ýmiss annar kostnaður myndi, að vísu, eitthvað
aukast, en á hinn bóginn ætti sú kostnaðaraukn-
ing alls ekki að þurfa að verða hlutfallslega jafn-
mikil og fjölgun íbúanna, ef Eyrarhreppur og
ísafjarðarkaupstaður sameinuðust. Sameining
þessarar sveitarfélaga ætti að gefa bæjarsjóði
meiri fjárráð og um leið frjálsari hendur til ým-
issa nauðsynlegra framkvæmda.
Um Eyrarhrepp er það að segja, að sveitar-
félagið er nú of fámennt og lítið til þess að geta
látið í té ýmsa þjónustu, t.d. í sambandi við opin-
berar framkvæmdir, heilbrigðismál, menntamál,
félagsmál o.fl. Hefur þessa þjónustu því alveg
skort, eða leitað hefur verið til ísafjarðar með
hana. Auk þess er Eyrarhreppur sérstæður að því
leyti, að hreppurinn er tvískiptur, í Hnífsdal
annars vegar og Skutulsfjörð og Arnardal hins
vegar, sitt hvorum megin við ísafjarðarbæ. Hlýt-
ur þessi skipting að skapa talsvert óhagræði og
erfiðleika við rekstur hreppsins.
Þessi tvö sveitarfélög myndu, sameinuð, mynda
232 stærri og öflugri heild, sem á að liafa meiri
möguleika á að koma til leiðar ýmsum hagsmuna-
málum, t.d. gagnvart ríkisvaldinu, og býður jafn-
framt upp á bætta þjónustu og aukna möguleika
íbúunum til handa á ýmsan hátt.
Þótt sameining þessara tveggja sveitarfélaga
hafi marga kosti í för með sér fyrir báða aðila,
er því þó ekki að neita, að ókostir eru líka nokkr-
ir. Fyrst og fremst vegna landfræðilegra staðhátta.
ísafjarðarbæ er orðin brýn nauðsyn á auknu
landrými til húsbygginga, en í Hnífsdal og Skut-
ulsfjarðarbotni er tilvalinn staður fyrir nokkuð
fjölmenn íbúðarhverfi. Hins vegar eru staðhættir
þannig, að útilokað er, að samfelld byggð geti
orðið milli ísafjarðar og Hnífsdals, og eins milli
Skutulsfjarðar og Arnardals. ísafjarðarbær, Skut-
ulsfjörður og Arnardalur geta aldrei myndað
eina samfellda heild. Þetta leiðir auðvitað af sér,
að kostnaður við rekstur þessa bæjarfélags verð-
ur meiri en hann þyrfti að vera, ef sami mann-
fjöldi byggi á hentugra og samfelldara lands-
svæði. Þjónustufyrirtæki og verzlanir þurfa að
vera fleiri, vatns- og holræsakerfi umfangsmeira,
en vera þyrfti við hentugri staðhætti.
SVEITARSTJÓRNARMÁL