Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Blaðsíða 28
báðir aðilar verið, að mestu leyti, sjálfum sér
nógir í þeim efnum að undanförnu. Samt hafa
allmargir Eyrhreppingar sótt vinnu til ísafjarð-
ar, og öfugt.
í Skutulsfirði búa aðallega bændur, sem stunda
lítið vinnu utan búa sinna. Þeir íbúar Skutuls-
fjarðar, sem ekki hafa landbúnað að aðalatvinnu,
sækja vinnu nær eingöngu til ísafjarðar.
Sameiningin ætti að stuðla að auknum íbúa-
234 fjölda á svæðinu frá því, sem nú er, og við það
S VEITARSTJ ÓRNARMÁL
skapa grundvöll fyrir meiri fjölbreytni í atvinnu-
málum.
í sambandi við atvinnumálin má einnig geta
þess, að ísafjarðarbær starfrækir malarnám og
mulningsgerð í landi Eyrarhrepps í Skutulsfirði,
en slíkan rekstur hafa Eyrhreppingar ekki. Hafa
þeir því orðið að kaupa möl og mulning af ísa-
fjarðarbæ á hærra verði en heimamenn, en ísa-
fjörður hefur á hinn bóginn þurft að greiða
Eyrarhreppi aðstöðugjald af starfseminni.