Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 33
MAGNÚS ÓSKARSSON,
hrl., vinnumálafulltrúi:
Gerð
kjarasamninga
við
starfsmenn
sveitarfélaga
Stjórn sambandsins hefur fariS þess
á leit viS Magnús Óskarsson,
vinnumálafulltrúa Reykjavikurborgar,
aS hann verSi forráSamönnum
annarra sveitarfélaga tii ráSuneytis
um gerS kjarasamninga, eftir því
sem ástæSur hans leyfa.
Hér gerir hann grein fyrir þeim
viShorfum, sem nú eru framundan
aS því er varSar gerS kjarasamninga
viS starfsmenn sveitarfélaga, eftir
aS tekizt hefur samkomulag um laun
ríkisstarfsmanna.
Samkvæmt lögum um kjara-
samninga starísmanna ríkisins og
reglugerð um kjarasamninga starfs-
manna sveitarfélaga áttu flestir
kjarasamningar opinberra starfs-
manna að renna út í árslok 1969 og
nýir samningar að taka gildi í árs-
byrjun 1970. Vegna grundvallar-
breytinga á samningum og launa-
kerfi ríkisstarfsmanna varð um ]jað
samkomulag milli B.S.R.B. og rík-
isins, að reglum yrði breytt á þann
veg, að samningstímabilið fram-
lengdist um eitt ár, þ.e. til árs-
loka 1970. Þó var um það samið,
að breyting á launastiga hinna nýju
samninga gilti frá 1. júlí 1970
eftir sérstökum reglum, en önnur
ákvæði þ. á m. vinnutími o. fl.
giltu frá 1. jan. 1971.
í flestum kaupstöðum mun hafa
verið um það samið að fara i kjöl-
far ríkisins að þessu leyti, og því
standa bæjarfélögin frammi fyrir
núna að gera nýja kjarasamninga
við starfsmenn sína.
Frestur til 31. janúar
Vegna þess, hve samningar ríkis-
starfsmanna drógust á langinn,
reynist áframkvæmanlegt að ljúka
samningum starfsmanna sveitar-
félaga fyrir áramót. Hafa því Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga og
B.S.R.B. sameiginlega farið þess á
leit við félagsmálaráðuneytið, að
frestur til að Ijúka samningum
framlengdist til 31. jan. 1971. Var
orðið við þeirri ósk með reglu-
gerðarbreytingu, þannig að mál
ganga ekki til Kjaradóms fyrr en 1.
febr. n.k., liafi samningar ekki
tekizt fyrir þann tíma.
Reykjavík
Opinberir starfsmenn Reykja-
víkurborgar eru í þremur félögum,
Lögreglufélagi Reykjavíkur, Hjúkr-
unarfélagi íslands og Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar, en í því
er allur þorri borgarstarfsmanna.
Um tvö fyrrnefndu félögin er það
að segja, að þar gildir svipað og
með starfsmenn kaupstaðanna, að
samningar við þau voru bundnir
við s.l. áramót, og frestur til að
ljúka þeim er nú til 1. febr. n.k.
Starfsmannafélag Reykjvíkur-
borgar gerði lúns vegar nýja liamn-
inga um áramótin 1969—70 oggilda
þcir til ársloka 1971, nema sérstak-
lega sé unr annað samið.
Af hálfu Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar hefur verið far-
ið fram á það við borgaryfirvöld,
að nú þegar verði hafizt handa um
heildarendurskoðun kjarasamn-
inga aðilanna, sem byggð yrði á
starfsmati svipað og ger var hjá rík-
inu. Eru horfur á, að niðurstaðan
verið sú, að fyrrihluta þessa árs
verði unnið að slíkri endurskoðun,
en um það, hvenær þeir samning-
ar taka gildi, hefur enn ekki verið
samið. Um það hefur þó verið
rætt, að launastiginn yrði látinn
gilda frá 1. janúar 1971.
Óvenju mörg nýmæli
Það er atliugunarefni fyrir for-
ráðamenn kaupstaðanna, sem nú
standa frmmi fyrir því að gera nýja
kjarasamninga á tiltölulega
skömmum tíma, að sá grundvöllur,
sem búast má við, að hafður verði
til hliðsjónar, þ.e. samningar ríkis-
in, felur í sér óvenju mörg nýmæli,
sem raska mörgu því, sem hingað
til hefur gilt.
Samræming æskileg
Þótt störf séu mismunandi frá
einum stað til annars, er almennt
talið eðlilegt, að samræmi sé í kjör-
um opinberra starfsmanna, eftir
því sem unnt er. Því verður ekki
náð án einhvers samstarfs og skoð-
anaskipta milli kaupstaðanna, sem
ættu að geta verið báðum samn-
ingsaðilum til liagsbóta.
Loks er rétt að geta þess, að
samningstímabil þess samnings,
sem nýgerður er við ríkisstarfs-
menn, er til 31. des. 1973.
SVEITARSTJÓRNARMÁL