Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 48
leitni á undanförnum árum til
þess að senda börn á skólaskyldu-
aldri á sundnámskeið til annarra
héraða, er mikill hluti barna og
unglinga í Ólafsvík ósyndur eða
illa syndur — það er því margföld
ástæða til að gleðjast hér í dag.
Um leið og ég lýsi því yfir, að
Jietta íþróttahús og sundlaug er liér
með tekið í notkun, vil ég óska
þess, að tilkoma þess hafi menn-
ingarlegt gildi fyrir Ólafsvík, það
auki áhuga fyrir íþróttum, efli
hreysti og fegurð æskunnar, efli
skólastarfið og áhrif þess — verði
aflgjafi betra lífs til blessunar fyrir
þetta byggðarlag."
Heiðursskjal
Stjórn Héraðssambands Snæfells-
ness- og Hnappadalssýslu færði
hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps
heiðursskjal, sent viðurkenningu
fyrir byggingu veglegs íþróttamann-
virkis.
Nær 20 þúsund
sundgestir
Frá vígsludegi til 31. október s.l.
koniu 19915 gesti í sundlaugina, en
rekstri laugarinnar var síðan hætt
31. október.
íþróttagólf
tekið í notkun
Leikfimisgólf var sett yíir laug-
ina í nóvembermánuði og gólfið
tekið í notkun 4. desember og þar
með húsið sem leikfimishús með
öllum tilheyrandi tækjum og áhöld-
um. Skapast þá liin bezta aðstaða
fyrir áhaldaleikfimi, kiirfidjolta,
handbolta, blak, badminton o.fl.
Gólfið er mjög vandað að allri
gerð og fyrsta sinnar tegundar, sem
snn'ðað er hér á landi, en slík fær-
anleg gólf hafa verið flutt inn frá
Bretlandi, t.d. í íþróttahús á Siglu-
firði og Seyðisfirði.
Vélaverkstæði Bernharðs Hannes-
sonar og Stefán & Ólafur t.f. í
Reykjavík tóku að sér smíði og
uppsetningu gólfsins í samráði við
GÓIII5 byggt yfir sundlauglna.
Ólafsvikurhöfn og kauptúnlð.
Tímamót í sögu Ólafsvíkur
í vígsluræðu sinni mælti oddviti
Ólafsvíkurhrepps, Alexander Stef-
ánsson, m.a. á þessa leið:
„Það er bjart yfir Ólafsvík í dag,
þetta er svo sannarlega gleðidagur
í Ólafsvík, langþráður draumur
okkar, sem byggjum þetta þorp, er
orðinn að veruleika, vígsla þessa
mannvirkis okkar í dag markar því
tímamót í sögu Ólafsvíkur.
Hér eftir verður hægt að veita
börnum okkar, æsku Ólafsvíkur,
254 fullkomna aðstöðu til líkamsrækt-
ar, sem er lífsnauðsyn liverjum
manni, ef til vill gerum við okkur
ekki ljóst, hvers við og börn okkar
hafa farið á mis, fyrr en eftir að
þessi aðstaða hér er orðin að veru-
leika, en eins og allir vita hefur
engin aðstaða verið til í Ólafsvík
fyrir leikfimi og sund. Fyrir útgerð-
arstað eins og Ólafsvík, þarf ekki
að lýsa þeirri miklu og knýjandi
nauðsyn að hafa hér aðstöðu til
þess, að allir þeir mörgu æskumenn
okkar, sem gera sjómennsku að
ævistarfi, geti lært sund þegar á
barnsaldri — og þrátt fyrir við-
SVEITARSTJÓRNARMÁL