Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 7

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 7
Tafla 2: Aksturslengd (1000 kílómetrar á íbúa). Land 1978 ísland 9,5 Finnland 9,4 Danmörk 10,8 Noregur 10,2 Svíþjóð 10,5 Norðurlönd 10,3 (meðaltal) Bílafjöldi á íbúa er nú mestur á íslandi, miðað við Norðurlönd, en á því tímabili, sem að framan getur, var íjöldi bifreiða svipaður og í Svíþjóð og Danmörku.81 Minna er af steinsteyptum vegum hérlendis en víða erlendis, en vegum á íslandi svipar til vega í Norður-Skandinavíu og í Norður-Finnlandi. Notkun öryggisbúnaðar í bifreiðum, s.s. bílbelta, er innan við 15% meðal ökumanna hér á landi, en 80—90% í nágrannalöndum.101 Athyglisvert er, að dánartíðni lækkar íljótlega allt að 30% í nágrannalöndum í kjölfar lögleiðingar á notkun öryggisbelta og jafnframt á viðurlögum, ef notkun þeirra var ekki sinnt. í ljós hefur komið, að tíðni slysa meðal gangandi vegfarenda er hærri hérlcndis en í ná- grannalöndum.31 Fleira mætti telja til, en flest bendir til þess, að mun minni notkun öryggisbelta hér á landi samanborið við nágrannalöndin ásamt al- mennu andvara- og skipulagsleysi valdi því, að umferðarslys eru tíðari hérlendis. Þessum atrið- um eru gerð frekari skil í fræðsluritum landlæknis- embættisins. Á íslandi var gerð tilraun til þess að löglciða öryggisbeltanotkun í bifrciðum á árunum 1973 — 74, en þingmenn höfnuðu frumvarpinu. Málið var tekið upp aftur á árinu 1979, eftir að upplýsingar voru birtar um hækkandi slysatíðni í umferð á íslandi, en jafnframt getið um verulcga lækkun dánartíðni í nágrannalöndum í kjölfar lög- bundinnar notkunar öryggisbclta í bifreiðum þar.2UI) Á vordögum 1981 voru lög um þetta efni samþykkt á Alþingi með naumum meirihluta. Mikl- ar dcilur urðu um þetta mál bæði utan og innan þings. í lögum eru engin viðurlög, ef öryggisbelti eru ekki notuð. Alþingismönnum voru rækilega kynntar niðurstöður athugana frá mörgum þjóðum um, að lögleiðing öryggisbelta án viðurlaga heíði rcynzt gagnslaus, og þar af leiðandi hefðu margar erlendar þjóðir lært af þeim mistökum og tekið upp viðurlög.12* Ljóst er, að íslendingar verða að taka til höndum í baráttunni við umferðarslysin. Dr. Leo Kaprio, forstjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar í Kaupmannahöfn, gat þess í setningarræðu Norrænu umferðarslysaráðstefnunnar í júní 1982, að meðal þróaðra þjóða fækkaði slysum í um- ferð, en fjölgaði meðal þróunarþjóða.l0, Úrbætur Eftirfarandi tillögur eru hér með lagðar fram: 1. Notkun öryggisbelta, öryggisstóla fyrir börn og hjálma í umferð verður að auka. Gagns- laust er að lögleiða notkun þcssara öryggistækja, nema einhver viðurlög komi til, ef viðkomandi fer ekki að lögum. 2. Efla þarf til muna alla umferðarfræðslu í skólum. Eftir að hafa kynnt mér námsefni í grunnskólum nágrannalandanna, er ljóst, að við erum eftirbátar nágranna okkar á þessu sviði. Taka þarf upp kennslu í reiðhjóla- og mótorhjólaakstri í grunnskólum. í sumum SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.