Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 42
tilkynna hlutaðeigandi sveitarstjórnum, að framlag
til þeirra frá Jöfnunarsjóði yrði ekki greitt fyrr en
gerð heíðu verið skil vantandi ársreikninga 1979 og/
eða 1980. Fengu hlutaðeigandi sveitarstjórnir þann-
ig um 3ja vikna frest til að bæta úr vanskilum
sínum, áður en stöðvun framlags úr Jöfnunarsjóði
kæmi til framkvæmda. Síðan í byrjun þessa mánað-
ar hefur Hagstofunni borizt ársrcikningur frá 8
svcitarfclögum, og eru það jtá 44 sveitaríelög, sem
nú verða að sæta því, að tekið sé fyrir greiðslu
framlags úr Jöfnunarsjóði til þeirra.
í fyrrnefndu bréíi Hagstofunnar til félagsmála-
ráðuncytis var tekið fram, að eigi sé um að ræða gild
skil ársreiknings sveitarfélags, nema hann sé á hinu
lögskipaða formi og að öðru leyti rétt frá genginn.
Þegar til kom, var ákveðið að halda þessari kröfu
ekki til streitu í byrjun, og er því nú, að svo stöddu,
ekki um að ræða stöðvun á greiðslu framlags úr
Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga, sem hafa skilað árs-
reikningi 1979 og/eða 1980 í öðru formi en hinu
lögskipaða. Verður þeim veittur frestur til að skila
ársreikningi á eyðublaði Hagstofunnar, og stöðvun
á greiðslu framlags úr Jöfnunarsjóði kemur ekki til
framkvæmda, ef þeir nota sér settan frest.
Sveitarfélög, sem hafa ekki staðið skil á 1981-
ársrcikningi, fá og frest til að senda hann Hagstof-
unni.
Frestir [ieir, er hér hefur verið gcrð grein fyrir,
verða ákvcðnir af félagsmálaráðuneyti í samráði við
Samband ísl. sveitarfélaga og Hagstofuna.
Það skal tekið fram, að Hagstofan telur
þvingunaraðgerðir af þessu tagi, og í formi dagsekta
o.þ.h., hrein neyðarúrræði, sem eigi aðeins að bcita
þegar það er talið óhjákvæmilegt. Gögnum til hag-
skýrslugerðar ber að ná inn með fortölum og sið-
ferðilegum þrýstingi. í ýmsum lögum eru heimildir
til handa Hagstofunni til að beita sérstökum viður-
lögum gagnvart skýrslugefendum í sambandi við
þjóðskrá og önnur starfssvið, cn þær hafa aldrei —
ekki í eitt skipti — verið notaðar, nema hvað orðið
hefur að kæra fólk þúsundum saman fyrir að
vanrækja tilkynningar aðsetursskipta. Ef það hefði
ckki vcrið gert, væri hér engin þjóðskrá. Og nú er
fyrirsjáanlegt, að hér verður engin skýrslugerð með
niðurstöðum sveitarsjóðareikninga eftir 1978, nema
104 þær aðgcrðir, sem nú hafa verið ákveðnar til inn-
heimtu sveitarsjóðareikninga, nái tilgangi sínum.
Það er þannig óhjákvæmilegt að halda fast við
það, að öll sveitarfélög skili ársreikningi á hinu
lögskipaða reikningsformi. Og þess er einnig kraf-
izt, að farið sé cftir uppsetningu formsins, þar á
meðal að fylgt sé sundurgreiningu tekna og gjalda á
því, og að látin sé í té þrískipting gjalda á rekstur,
gjaldfærða íjárfestingu og eignfærða fjárfestingu,
eins og rcikningsformið gerir ráð fyrir. Þctta hefur í
för mcð sér allmikla fyrirhöfn fyrir sveitarfélög, sem
nota ekki hinn nýja bókhaldslykil Sambands ísl.
sveitarfélaga, en hjá því verður ekki komizt. Þegar
litið er til þeirrar slæmu reynslu, sem hingað til
hefur fengizt af frágangi ársreikninga stærri sveitar-
félaga hvað þetta snertir, virðist Hagstofan hér eiga
mjög undir högg að sækja. En ef til vill lofar góðu
eitt, sem nú liggur fyrir: Aðalbókari Reykjavíkur-
borgar tjáði mér að fyrra bragði, að borgin mundi
láta ársreikninga sína 1979-81 og framvcgis í té á
hinu nýja reikningsformi. Reykjavíkurborg fylgir í
reikningsskilum sínum hinum nýja bókhaldslykli að
miklu leyti, en hefur ekki þá þrískiptingu útgjalda,
sem er í honum, heldur eignabreytingareikning. Er
því mikið verk fyrir bókhald Reykjavíkurborgar að
fella ársreikninga hennar inn í hið nýja reiknings-
form. Vonandi fylgja öll stærri sveitarfélög
vandræðalaust fordæmi Reykjavíkur í þessu efni.
Um fyrirætlanir Hagstofunnar varðandi útgáfu
hagskýrsluhefta með niðurstöðum sveitarsjóða-
reikninga er þetta að segja:
Ársreikningar 1978 — hinir síðustu fyrir upptöku
nýs reikningsforms — verða gefnir út í sérstöku
hefti, vonandi snemma á næsta ári.
Ef innheimtuaðgerðir vegna ársreikninga 1979,
1980 og 1981, sem nú eru hafnar, bera tilætlaðan
árangur, ætti hagskýrsluhefti með niðurstöðum árs-
reikninga þessara ára að geta komið út á prenti á
síðari hluta næsta árs, e.t.v. ekki löngu eftir mitt ár.
SVEITARSTJÓRNARMÁL