Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 44
Annað er það, að með breytingum, sem gerðar voru árið 1975 á vegalögum, var ákveðið, að árlega skyldi haldið eftir 25% af þéttbýlisvegafc, áður en til skiptingar þess íjár kæmi samkvæmt íbúaíjölda þéttbýlissveitarfélaganna, í stað 10% áður, og var fé þessu síðan varið til að (lýta framkvæmdum, þar sem sérstök ástæða þótti til að ljúka ákveðnum áföngum. Aður en til þessarar lagasetningar kom, höíðu þcssi mál fengið ítarlega umfjöllun af sveitarfélög- um og samtökum þeirra á ýmsum vettvangi. Má þar til nefna, að landshlutasamtök sveitarfé- laga gerðu samþykktir um gatnagerðarmál og kynntu þessi mál fyrir stjórnvöldum, þar sem lýst var nauðsyn þess,að fundnar yrðu fjármögnunar- leiðir, þar eð sveitarfélögunum væri þetta ofviða við ríkjandi ástand. Landshlutasamtökin á Vesturlandi, Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austíjörðum komu á fót sam- starfsnefnd, sem síðan gerði tillögur um fjár- mögnun. Framkvæmdastofnun lét síðan mál þetta til sín taka. Þar var unnið í samvinnu við Vegagcrð ríkis- ins úr framkomnum tillögum og hugmyndum um fjármögnun og jafnframt safnað gögnum frá sveitar- félögunum um stærð og kostnað þessa verkcfnis. Reiknaðist mönnum til, að um væri að ræða 275 kílómetra gatna, er leggja þyrfti bundnu slitlagi, og væri kostnaður áætlaður 5.773 milljónir gkr., sem samsvara u.þ.b. 408 milljónum króna á verðlagi ársins 1981. Sctt voru fram dæmi um mismunandi mögulcika á fjármögnun og bent á hcntuga leið í því efni. Þessar niðurstöður voru síðan birtar, eins og áður segir, í riti Framkvæmdastofnunar: „Aœtlanir sveitarfélaga um gatnagerð í þéttbýli og Jjármögnunarhug- myndir“, sem kom út í janúar 1975. Samband íslenzkra sveitarfclaga átti sinn þátt í að koma málum áfram, t.d. með því að útbúa fyrirmynd að samþykkt um gatnagerðargjöld og eyðublöð fyrir veðskuldabréf vegna gatnagerðar- gjaldsins, sem send voru öllum svcitarstjórnum í þéttbýli. Ennfremur var málið kynnt rækilega í 3. tölublaði Sveitarstjórnarmála 1975. Loks, síðast en ekki sízt, er þess að geta, að lánveitingar Lánasjóðs sveitarfclaga til hinna ýmsu 106 hefðbundnu verkefna, svo scm gatnagerðar og holræsa, hafa á undanförnum árum haft mikla þýð- ingu fyrir framgang þessara mála og það í mjög vaxandi mæli. Sem dæmi þar um má nefna, að á árinu 1982 lánar Lánasjóður sveitarfélaga 22 millj. kr. til gatnagerðarframkvæmda, og er það mcira en fjórðungur þess fjár, sem sjóðurinn hefir til útlána á árinu. Af þessu sést, að margir hafa lagt hönd á plóginn, svo að þetta þarfa mál næði fram að ganga. Reglur um lán Byggðasjóðs til gatnagerðar sveitarfélaga Skömmu eftir að skýrsla Framkvæmdastofnunar var fullgerð, eða í marzmánuði 1975, samþykkti stjórn Framkvæmdastofnunar síðan ákveðnar regl- ur um lánveitingar úr Byggðasjóði til sveitarfélaga vegna gatnagerðarmála. Þótt fundarmenn, flestir eða allir, kunni að þekkja þessar reglur, ætla ég engu að síður að hafa þær yfir. Einhverjir eru hér e.t.v. nýkomnir til starfa og hafa þá hugsanlega ekki gefið þessu sérstakan gaum. í sem stærstum dráttum eru reglur þær, sem Framkvæmdastofnun fer eftir við ákvörðun lána til gatnagerðar í þéttbýli, þessar: 1. Einungis er hægt að vcita lán til þcirra sveitarfé- laga, er lagt hafa á B-gatnagcrðargjöld, enda miðast lán Byggðasjóðs við slíka álagningu. 2. Hámarkslán Byggðasjóðs nemi sem svarar 80% af B-gatnagerðargjöldum, en þó aldrci hærri fjár- hæð en sem nemi 25% af framkvæmdakostnaði. 3. Loks takmarkast lánafyrirgreiðsla Byggðasjóðs af því fé, scm stjórn Byggðasjóðs ákvcður í út- lánaáætlun sjóðsins, að til þessa verkefnis skuli varið ár hvert. Kjör þessara lána Byggðasjóðs eru nú þau, að lánin endurgreiðast á 4 árum mcð 2% vöxtum og eru bundin lánskjaravísitölu, og miðað er við, að sömu kjör gildi um skuldabréf þau, er fast- eignaeigendur gefa út til sveitarfélagsins vegna lagningar bundins slitlags. Gjalddagi skuldabréfa, sem gefin eru til Byggðasjóðs, cr 1. ágúst. Athygli skal vakin á því, að sé ekki gengið frá SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.