Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Síða 16
AFMÆLI Eitt af því frumlegasta sem efnt var til á afmælisárinu var heims- meistaramót í Hornafjaröarmanna. Hér er Albert Eymundsson, skólastjóri og forsvarsmaöur mótsins, aö heiöra tvo syni sr. Ei- ríks heitins Helgasonar í Bjarnanesi, þá Helga og Oddberg. Séra Eiríkur er talinn höfundur þessa afbrigöis af hinu vinsæla spili. „Og allir komu þeir aftur...“ Mjög margir brottfluttir Hornfiröing- ar heimsóttu Höfn hátíöisdagana sem og fjöldi annarra gesta. Mikla athygli vakti sýning Fornbilaklúbbs íslands og þá ekki síö- ur þessi gamli Ford, árgerö 1930, meö einkennisstafina SF 19. Petta var einn af fyrstu bílum í Austur-Skaftafellssýslu og var nú sýndur nýuppgeröur á aldarafmæli byggöar á Höfn. Eigandi bílsins er Óskar Alfreösson. Allar myndirnar eru teknar af Jóh. Valg., Ijósmyndara á Höfn. Víkingahátíð í Hafnarfirði og skildu báta sína eftir á Höfn á meðan. Þessir gestir komu með minnisvarða um Ingólf Arnarson landnámsmann, sem þeir reistu við Homafjarðarhöfn. Seinni hluta júlímánaðar var haldinn fyrsti landsleikur í knattspymu á Homafirði. Áttust þar við landslið Fær- eyinga og íslendinga og lauk leiknum ineð því að ís- lenska liðið skoraði eitt mark en það færeyska ekkert. Ágústmánuð notuðu Homfirðingar í sumarleyfi. Á haustdögum var þráðurinn tekinn upp að nýju. Meðal þess sem verið hefur á dagskrá er briddsmót, hagyrðingakvöld og loks uppskeruhátíð þar sem fólk fagnaði vel heppnuðu afmælisári. Þegar þetta er skrifað er hátíðarhöldum á afmælisári Hafnar að ljúka. Ljóst er að undirbúningur og fram- kvæmd afmælishaldsins hefur þjappað Homfirðingum saman og ýmislegt sem bryddað var upp á er komið til að vera. Því er það trú þess sem hér ritar endurminningar afmælisárs á Höfn í Homafirði að afmælishaldið marki nokkur kaflaskil í menningar- og félagslífi byggðarlags- ins þegar fram líða stundir. Að lokum er þetta tækifæri notað til þess að þakka fjölmörgum gestum og velunnurum byggðarlagsins fyrir heimsóknir, kveðjur og annan hlýhug á aldarafmælinu. VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA Yfirfærslunni frestað Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að fresta yfirfærslu málefna fatlaðra sem stefnt hefur verið að fyrir I. janúar 1999 samkvæmt lögum nr. 161/1996. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að áfram verði unnið markvisst að undirbúningi yfirfærslunnar og væntir góðrar samvinnu við sveitar- félögin í því efni,“ segir í bréfi fé- lagsmálaráðuneytisins þar sem það tilkynnir sanibandinu ákvörðun sína. Þar segir ennfremur að frestun- in sé gerð að beiðni borgarstjórans í Reykjavík og að höfðu samráði við formann Sambands íslenskra sveit- arfélaga og verkefnisstjómina, sem hefur yfirumsjón með yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga. FJÁRMÁL Frestun á greiðslu fasteignagjalda aldraðra? Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni samþykkti eftirfarandi tillögu hinn 13. janúar: „Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna og Al- þingis, að ellilífeyrisþegar geti greitt fasteignagjöld til sveitarfélags síns og eignarskatt til ríkissjóðs með skuldfærslum á húseignir sínar gegn veði í eigninni, sem greiðist, þegar viðkomandi þarf ekki lengur á íbúð- inni að halda. Þetta myndi létta mjög greiðslubyrði eldri borgara og rýmka ráðstöfunartekjur þeirra. Þessi lán þurfa að vera með mjög láguni vöxtum, enda trygg greiðsla fyrir skuldinni.“ 1 0

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.