Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Breyttar áherslur í störfum sveitarstjórna Á síðustu árum hefur umræðan um hlutverk og störf sveitarstjórna aukist verulega og ekki síst beinst að því á hvem hátt þau takast á við margvís- lega stjómunar- og þjónustuþætti sem þeim er ætlað að sinna. Sveitarfélögin hafa á undanfömum ámm verið að breyta áherslum hvað varðar viðskipti og þjónustu við íbúa sína þar sem leitast er við að skoða nákvæmlega gæði þeirrar þjónustu sem innt er af hendi. Þessi þróun er afleiðing breyttra við- horfa í opinberri þjónustu, kröfu um nýja og breytta stjómarhætti opinberra aðila, nýrra laga og reglu- gerða um vandaða stjórnsýslu, m.a. jafnræði og upplýsingaskyldu, og aukinna krafna íbúanna um betri þjónustu og meiri gæði. Þessi breytta staða hefiir kallað á nýjar hugmynd- ir og lausnir í rekstri sveitarfélaga og um leið al- gjöra endurskoðun á gamalgrónum hugmyndum um rekstur þeirra. Hefðbundnar framkvæmdir og rekstur sveitarfélaga, sem flokka mætti undir gælu- verkefni eða afurðir þrýstihópa án tillits til þarfa eða mikilvægis í þágu samfélagslegra nota, hafa ekki jafn auðveldan framgang hjá sveitarstjórnum og áður. Það hefur lengi verið dæmigert fyrir um- ræðuna um framtíð sveitarfélaganna að hún mótist að verulegu leyti af hefðbundnum hugmyndum um skipulag, verkefhi, uppbyggingu, stjómun og gæði. Á hinn bóginn hefur umræðan að litlu leyti snúist um sjálft grundvallaratriðið sem er stjómskipuleg staða sveitarfélaganna, staða þeirra gagnvart ríkis- valdi, íbúum og lýðræðislegum vinnubrögðum. í því samhengi er nauðsynlegt að frelsi sveitarstjóma til að hafa meiri möguleika á að laga sig eftir stað- háttum á ýmsum sviðum verði aukið. Öflug mið- stýring af hálfu ríkisvaldsins með tilheyrandi lögum og reglugerðum gengur þvert á þetta sjónarmið. Ríkisvaldið sýnir sveitarfélögum, aðstæðum þeirra og þjónustu sífellt meiri áhuga. Það er í sjálfu sér af hinu góða en böggull fylgir skammrifi. Til- hneiging löggjafarvaldsins hefur lengi verið sú að gera auknar kröfúr til sveitarfélaganna um tilteknar framkvæmdir og þjónustu án þess að sveitarfélög- unum sé tryggt fjármagn á móti. Að vísu hefur dregið úr slikri áráttu á undanfömum ámm en þessi tilhneiging er þó afar lífseig. Þeir embættismenn ráðuneytanna sem vilja frekari miðstýringu ríkis- valdsins ganga á lagið og notfæra sér þetta viðhorf í samskiptum sínum við sveitarfélögin. Samtímis em sveitarstjórnarmenn oft ekki nægilega árvökulir gagnvart laga- og reglugerðaákafa löggjafar- og ffamkvæmdavaldsins sem oft mótast af viðhorfum embættismanna og hagsmunahópa. Þrátt fyrir það hafa íslensk sveitarfélög, saman- borið við önnur lönd, mikið sjálfstæði á mörgum sviðum innan þess lagaramma sem þau búa við. Sjálfstæði og sjálfsforræði sveitarfélaganna felst ekki í fjölda þeirra verkefna sem þau sinna heldur miklu fremur í sveigjanleika og frjálsu mati á stað- bundnum aðstæðum sem laga- og reglugerðaramm- inn leyfir hverju sinni. Þetta sjálfstæði má undir engum kringumstæðum skerða. Slíkt myndi draga úr skilvirkni stjórnsýslunnar, frumkvæði og skyn- samlegri forgangsröðun verkefha. Enginn vafi er á því að sveitarfélögin skipta miklu máli fyrir lýðræðið í landinu og það mikil- væga verkefni að festa það í sessi. Sveitarfélagið er lýðræðislegur rammi fýrir þau málefni sem snerta íbúa á tilteknu landsvæði. Á sama tíma er það einnig hið lýðræðislega kjörna vald sem kemur ffarn gagnvart ríkisvaldinu en er ekki ffamlenging þess. Sveitarfélögin verða að staðsetja sig í íslensku samfélagi með markvissari og skýrari hætti en þau hafa gert til þessa. Þau verða að kynna þjóðinni bet- ur hlutverk sitt og skyldur og bæta ímynd sína sem annað stjórnsýslustig landsins. í þeim tilgangi að treysta lýðræðislega stöðu sveitarfélaganna er þó mikilvægast að efla tengslin við íbúana í þeim til- gangi að auka skilning þeirra á hlutverki sveitarfé- laga, störfum sveitarstjóma og réttindum og skyld- um íbúanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.