Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 6
SAMTALIÐ
Unglingavinna á vegum sveitarfélagsins. Sauðárkrókskirkja á miðri mynd.
„Skagafjörður skín við sólu
— hér eftir sem hingað til“
Samtal við séra Gísla Gunnarsson í Glaumbæ,
forseta sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Á miðju ári 1998 sameinuðust ellefu sveitarfélög,
Sauðárkrókskaupstaður og tíu hreppar, i Sveitarfélagið
Skagaflörð. Ekki hafa fyrr né síðar svo mörg sveitar-
félög sameinast í eitt. Séra Gísli Gunnarsson, sóknar-
prestur í Glaumbæ, er forseti sveitarstjómarinnar þetta
fyrsta kjörtímabil hennar.
- Hver liefur reynslan ordió af sameiningunni, einkum
með tilliti til þess aó áóur voru á sameinaöa svæöinu stór
kaupstaður, kauptúnahreppur og niu landbúnaðarhrepp-
ur i strjálbýli?
„Það er löng hefð fyrir samstarfi sveitarfélaga í
Skagafirði. Héraðið liggur þannig að það beinlínis kallar
á samstarf á ýmsum sviðum. Má þar nefna skóla- og
menningarmál, sem eru stórir málaflokkar hjá öllum
sveitarfélögum. Samstarf sveitarfélaganna var einnig
orðið mikið í gegnum héraðsnefnd. Segja má að héraðs-
nefnd hafi að hluta til verið búin að taka völd af sveitar-
stjómarmönnum, því hluta tekna sveitarfélaganna var
ráðstafað í gegnum héraðsnefnd og eftir tilfluming nýrra
verkefna til sveitarfélaga varð sá hlutur enn stærri. Sam-
eining sveitarfélaganna í Skagafírði var því eðlilegt
framhald af þessari þróun. Sameiningin hefur að mínum
dómi tekist vel að flestu leyti. Styrkur Skagafjarðar felst
68