Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 9
SAMTALIÐ Hofsós. Vesturfarasetrið á Hofsósi. mætar, og ég tel það mikilvægt að þær nái að eflast enn frekar og liður í því er einmitt samstarf þeirra á milli. Farskólinn hefur mikinn styrk af Fjölbrautaskólanum bæði hvað húsnæði varðar og kennara. Samstarf Hóla- skóla og Fjölbrautar er einnig að eflast og hafa kennarar frá Fjölbraut kennt á Hólum. Þess má einnig geta að reiðmennska, sem er ný námsgrein í Fjölbraut, verður kennd af kennurum Hólaskóla, og er sú námsgrein einnig tengd hinni nýju hestamiðstöð.“ - Eru miklar vonir bundnar vió Hestamiðstöð íslands sem stofnuó hefur verið í Skagafirði og reióhöil sem reist liefur verið á Sauðárkróki? „Hugmyndin að Hestamiðstöð Islands vaknaði þegar við fórum að skoða hvemig hægt væri að styrkja dreif- býlið, það er atvinnu í sveitinni. I stað þess að fínna upp eitthvað nýtt þá var spurt að því hvað Skagfirðingar kynnu vel sem mætti efla og þá kom hestamennskan fljótt upp á borð. I stuttu máli má segja að um er að ræða fimm ára átak til eflingar fagmennsku í hrossarækt, hestamennsku, hestaíþróttum og hestatengdri ferðaþjón- ustu. Auk sveitarfélagsins koma að þessu fjögur ráðu- neyti, þ.e. ráðuneyti landbúnaðarmála, samgöngumála, menntamála og byggðamála. Við vonum að Hestamið- stöð Islands nái markmiðum sínum. Nú hafa tveir starfs- menn verið ráðnir til verkefhisins og auk þess er sam- starf við starfsfólk Hólaskóla. Þau verkefni sem nú er aðallega unnið að eru t.d. gæðaátak á hrossaræktarbúum og hestatengdri ferðaþjónustu, sögusetur íslenska hests- ins, vefsíður, nám í hestaíþróttum á framhaldsskólastigi og betrumbætur á reiðleiðum. Vonandi verður Hestamið- stöð Islands búin að sanna sig þegar Landsmót hesta- manna verður á Vindheimamelum árið 2002. Um reið- höllina var stofnað sérstakt hlutafélag, Fluga hf., og vissulega er þess vænst að sú aðstaða muni nýtast vel og verða hrossarækt og hestamennsku til framdráttar.“ - Er unnið að gerð reiðvega íhéraðinu? „Töluverð vinna hefúr verið lögð í gerð reiðvega og þá aðallega í nánd við þjóðvegi héraðsins. Nú er verið að skoða aðra möguleika og kanna hvort ekki sé hægt að leggja reiðvegi um héraðið fjarri þjóðvegum. í því sam- bandi þarf að semja við landeigendur, en vissulega væri mun skemmtilegra t.d. að þeysa um eylendið beint af augum laus við bílaumferð og hávaða þjóðvegarins. Við viljum gjaman sjá Skagafjörð sem útivistarparadís hesta- mannsins og að fólk geti komið hingað með hesta sína og dvalið hér um lengri eða skemmri tíma og ferðast um héraðið bæði í byggð þess og óbyggðum." - A Vesturfarasetrið á Hofsósi eftir að gegna miklu hlut- verki íferðamálum i héraóinu? „Það tel ég alveg fúllvíst. Þar hefúr orðið mikil upp- bygging og ánægjulegt hvað einkaframtakið hefúr komið miklu þar í verk. Vesturfarasetrið er í góðum tengslum við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í safna- og sýningar- málum okkar, ekki síst þeim sem tengjast ferðaþjónust- unni. Vesturfarasetrið og Byggðasafhið hafa einnig gert samstarfssamning við New Iceland Heritage Museum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.