Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 17
ÝMISLEGT Dalvíkurhreppur, nú Dalvíkur- byggð. Akureyrarhreppur, nú Akureyrar- kaupstaður. Á Akureyri. Laugalandshreppur, nú Eyjafjarðar- sveit. í Eyjafirði. HúsavíkurhrejDpur, nú Húsavíkur- kaupstaður. Á Húsavík. Jökulsárhreppur eða Brúaráshrepp- ur, nú Norður-Hérað. Egilsstaðahreppur, nú Austur-Hér- að. Á Austur-Héraði. Seyðisfjarðarhreppur, nú Seyðis- fjarðarkaupstaður. Á/í Seyðis- firði. Neshreppur, nú Fjarðabyggð. Hafnarhreppur, nú Sveitarfélagið Hornafjörður. í Austur-Skafta- fellssýslu. Vestmannaeyjahreppur, nú Vest- mannaeyjabær. í Vestmannaeyj- um. Selfosshreppur, nú Sveitarfélagið Árborg. Þorlákshafnarhreppur, nú Sveitarfé- lagið Ölfús. Hveragerðishreppur, nú Hveragerð- isbær. í Hveragerði. í samræmi við þessi nöfn yrði um hreppstjómir og hreppsráð að ræða. Nefnd fjallar um sveigjanleg starfslok Stjóm sambandsins hefur tilnefnt Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for- stöðumann starfsmannahalds Hafn- arfjarðarkaupstaðar, í nefnd sem for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, hefúr skipað til að móta tillögur um sveigj- anleg starfslok. Aðrir í nefndinni em Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, sem er formaður, Þorbjöm Guðmundsson, framkvæmdastjóri SAMIÐNAR, sambands iðnfélaga, tilnefndur af Alþýðusambandi íslands, Jón H. Magnússon, Iögfræðingur hjá Sam- tökum atvinnulífsins, og tilnefndur af þeim, Már Ársælsson, lektor við Tækniskóla íslands, tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Ama Jak- obína Bjömsdóttir, formaður STAK, Starfsmannafélags Akureyrar, til- nefnd af BSRB, og Ásta Lára Leós- dóttir, sérfræðingur á starfsmanna- skrifstofú fjármálaráðuneytisins, til- nefnd af því. Nefndinni er ætlað að gera grein fyrir lögum, reglum og venjum er gilda um starfslok launþega, bæði hjá opinberum aðilum og á almenn- um vinnumarkaði, og fjalla um vandkvæði og álitamál sem uppi em varðandi fyrirkomulag starfsloka. Er nefndinni loks falið að skoða val- kosti og mögulegar breytingar varð- andi fyrirkomulag starfsloka og ráð- stafanir sem slíkar breytingar myndu útheimta, t.a.m. varðandi iðgjalda- greiðslur í lifeyrissjóði og lífeyris- greiðslur. Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. öryggi 79

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.