Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 34

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 34
MENNINGARMÁL ríkið 10 árslaun sambœrileg og listamannalaun en sveitarfélög leggi til íbúðar- og vinnuaðstöðu. Starfs- launin verði minnst veitt til 6 mánaða en áhersla lögð á eins árs launastyrki. Stjórn sjóðsins verði skipuð fulltrú- um menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitar- félaga og Bandalags íslenskra listamanna. 4. Fjölgun starfa Menningarfulltrúar og menningarmiðstöðvar Menningarfúlltrúar sveitarfélaga og starfsmenn menn- ingarmiðstöðva og fræðasetra hafa mikilvægu hlutverki að gegna sem bakhjarl menningarstarfs í skipulagningu, kynningu og íjármögnun menningarverkefna. Þar sem stofnað hefur verið til starfa menningarfulltrúa eða starfsfólki menningarmiðstöðva falin verkefni af þessu tagi, hefúr slík skipan þótt takast vel. Lagt er til að sveitarfélög ráði menningarfulltrúa til starfa sem bakhjarl menningarstarfs í viðkomandi sveit- arfélagi, eða þar sem betur hentar að sveitarfélög sam- einist um slíkan starfsmann. Lagt er til að i samningum ríkis og sveitarfélaga verði gert ráð fyrir starfsemi menningarmiðstöðva og þjón- ustu þeirra. Bæjarlistamenn Með starfi bæjarlistamanns gefst tækifæri til að viður- kenna framlag listamanna í heimabyggð til menningar- lífsins og jafnframt að veita listafólki hvatningu og tæki- færi til að keppa á víðari vettvangi, s.s. um launastyrki listamanna. Hvatt er til að fleiri sveitarfélög taki upp stöður bæj- arlistamanna sem viðurkenningu fyrir störf á sviði list- greina. Listmenntun Efling menningarstarfs og auknar kröfur um gæði menningarviðburða kalla á meiri listmenntun. Fram- kvæmd aðalnámsskrár í listgreinum leiðir af sér að fjölga þarf listgreinakennurum. Á fúndum starfshópsins komu fram hugmyndir um að listaskólar, s.s. tónlistar- skólar, dansskólar og myndlistarskólar, verði efldir. Lagt er til að í þjónustusamningi við Listaháskóla ís- lands verði sérstaklega gert ráð fyrir fjárveitingu og skyldum til að veita þjónustu við landsbyggóina á sviði listmenntunar, listfrœða og kennaramenntunar. Hvatt er til að sveitarfélög auki kennslu í listgreinum innan grunnskólans og styðji við listaskóla og listnám- skeið. Því er beint til tónlistarskóla og sveitarfélaga að kanna hvort kennsla íJleiri listgreinum geti átt heima í útvíkkaðri starfsemi tónlistarskóla. Byggðasöfn og héraðsskjalasöfn í lögum um Þjóðminjasafn íslands er kveðið á um launastyrki til byggða- og minjasafna sem uppfylli ákveðin skilyrði. Gera verður ráð fyrir að þeim söfnum fjölgi á næstu árum. Launastyrkirnir eru grundvöllur langtímastefnumörkunar fyrir söfnin og því forgangs- atriði að auka fjánnagn til þessa liðar. Víða kom ffam að það er mjög aðkallandi að gera átak í vemdun menning- arminja, kynningu þeirra og aðgengi almennings að þeim. Þjóðskjalasafn Islands hefúr nú ákveðna fjárveitingu á fjárlögum til að styrkja héraðsskjalasöfn en þörf er á að kveða nánar á um þessar fjárveitingar. Þar kemur helst til greina að taka upp svipað fyrirkomulag og launastyrki Þjóðminjasafns til minjasafna. Lagt er til að fjárveiting Þjóðminjasafns til launa- styrkja verði aukin til aó uppjylla lagaskyldur og vax- andi þörf. Þjóðskjalasafn fái sams konar Jjárveitingu til launa- styrkja til þess að tiyggja langtímafjármögnun starfs að uppbyggingu skjalavörslunnar í landinu. Menningartengd ferðaþjónusta Efling safna og annarrar menningarstarfsemi á lands- byggðinni með áherslu á skráningu menningarminja og rannsóknir á sögu hvers byggðarlags er forsenda upp- byggingar í menningartengdri ferðaþjónustu. Ljóst er að ferðamenn gera sér væntingar um að kynnast sögu og menningu þjóðarinnar og einstakra byggðarlaga nánar en raunin verður. Lagt er til að veittir verði sérstakir verkefnastyrkir til að gera söguna aðgengilegri fyrir heimamenn og ferða- fólk. Ráðgjöf um menningararf og kynningu hans standi til boða þeim aðilum sem hyggja á uppbyggingu menning- artengdrarferðaþjónustu. Hvatt er til að söfn og frœðasetur sem vinna að kymn- ingu á sérstöðu í menningu og náttúrufari landsins og eintakra byggðarlaga hljóti sérstakan stuðning. Lokaorð í framhaldi af áliti starfshópsins og ráðstefnunni á Seyðisfirði 14. og 15. maí undir fyrirsögninni Menning- arlandið - stefnumótun í menningarmálum á lands- byggðinni vil ég árétta mikilvægi þess að sem flest sveit- arfélög móti stefnu og samþykki langtímaáætlanir í menningarmálum. Það er löngu tímabært að litið verði á menningarmál sem eitt af mikilvægustu verkefnum hvers byggðarlags. 96

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.