Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 46

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 46
STJÓRNSÝSLA síðar renna út í sandinn. í skýrslu forvama- og fræðsludeildar lögreglunnar í Reykjavík, sem kom út á síðasta ári, kernur fram að dreifing brota eftir hverfum innan lögsagnarumdæmis lögreglustjórans í Reykjavík árið 1999 er svipuð og áður. Þó veki athygli að mikið hafi dregið úr kynferðis- brotum og nytjastuldsbrotum í Suðurbænum en Bú- staðahverfið og nálæg hverft teljast til Suðurbæjarins samkvæmt hverfaskiptingu lögreglu. Þótt þess sé ekki getið í skýrslunni vekur þessi fækkun tiltekinna brota i Suðurbænum upp þá spumingu hvort eitthvert samhengi sé milli þessarar fækkunar og þess að hluta úr árinu var starfrækt öflug hverfislöggæsla. Þá vekur athygli að yngsta hverfi borgarinnar, Grafarvogurinn, kemur al- mennt vel út í samanburði við önnur hverfi og má leiða að því líkur að gott samstarf lögreglu og starfsfólks Miðgarðs hafi skilað þessum árangri. Umferðareftirlit í Reykjavík Ekki þarf mikla skoðun til að komast að þeirri niður- stöðu að umferðareftirlit í Reykjavík er engan veginn nægjanlegt. Rétt er að skoða umferðareftirlit og fyrir- byggjandi starf, þ.e. umferðarfræðsluna, í samhengi. Staðreyndin er sú að umferðarffæðslan hefúr ekki verið nægjanlega markviss, enda hefúr hún verið á höndum margra aðila: lögreglunnar í Reykjavík í samvinnu við Fræðslumiðstöð, Leikskóla Reykjavíkur, gatnadeildar og umferðardeildar borgarverkfræðings og fleiri aðila innan borgarkerfisins. Þá veitir Reykjavíkurborg árlega fjárveitingu til Umferðarráðs vegna umferðarfræðslu. Sé claro@claro.is CLAROehf vistvænt okkar vegna Hreinsiefni Smurefni Vinnuvetlingar Merkisprey Ruslatunnur Öryggisskór Olíubætiefni Vinnufatnaður Varúðarmerki Varúðarkeilur miðjuvegur 44 200 Kópavogur Sími: 577 5770 Fax: 577 5888 litið til mikilvægis þessa fyrirbyggjandi starfs svo og þess að umferðannenning á íslandi er ekki á hærra stigi en raun ber vitni er hér um sérstaklega mikilvægan mála- flokk að ræða. Spyrja má hvort þáttur umferðardeildar borgarinnar ætti ekki að vera meiri hvað varðar umferð- arfræðslu, t.d. þegar horft er til gerðar umferðarmann- virkja annars vegar og notkunar þeirra hins vegar. Það er t.d. til lítils að verja hundruðum milljóna króna í aðreinar inn á stofnbrautir ef stór hluti manna veit ekki til hvers þær eru og kann ekki að nota þær, eins og raun ber vitni. Spyrja má hvort það fjármagn sem veitt er til starfsemi Umferðarráðs, sem er um 103,7 milljónir króna á fjár- lögum þessa árs, nýtist sem skyldi. E.t.v. væri umferðar- fræðslan í Reykjavík best komin í höndum lögreglu, um- ferðardeildar borgarverkfræðings og tryggingafélaganna. Ljóst er að fyrir utan þær hörmungar sem leiða af um- ferðarslysum vegna dauðsfalla og tímabundinnar eða varanlegrar örorku eru það tryggingafélögin sem bera mestar fjárhagslegar byrðar vegna umferðarslysa. Sterk aðkoma þeirra að umferðarfræðslunni ætti því að vera mikið hagsmunamál þeirra. Breytingar á reglum um afgreiðslutíma veitingastaða Samkvæmt áfengislögum ákveða sveitarstjómir heim- ilaðan afgreiðslutíma áfengis á veitingastöðum innan sveitarfélagsins. í Reykjavík gildir sú almenna takmörk- un að lengst megi heimila afgreiðslu áfengis til kl. 1.00 virka daga og 3.00 um helgar. Hinn 20. júlí 1999 ákváðu borgaryfirvöld þó að heimila til reynslu í þrjá mánuði ótakmarkaðan afgreiðslutíma áfengis um helgar á ákveðnum svæðum í miðborginni, sem og í miðhverfúm og á athafna-, iðnaðar- og þjónustusvæðum, að ákveðn- um skilyrðum uppfýlltum. Tilraunin var framlengd og gildir heimildin nú með tilteknum breytingum til 19. maí á þessu ári. Meginmarkmið tilraunarinnar var að kanna hvort dreifa mætti með þessu móti því mikla álagi sem myndaðist iðulega við lokun veitingastaða með þeim vel þekktu afleiðingum að þjónustuaðilar, s.s. leigubílar og lögregla, gátu ekki með góðu móti annað verkefhum sín- um. Tilraunin hefur nú staðið í eitt og hálft ár og hafa fjölmargir veitingamenn nýtt sér heimildina og fengið rýmra leyft. Reynslan á þessum tíma þykir sýna að ofan- greint markmið hafi náðst, þ.e.a.s. álag á þjónustuaðila dreifíst nú meira en áður, með þeim kostum sem því fylgir. Ákveðin vandamál hafa þó fylgt því að viðvera næturgesta miðborgarinnar teygist nú lengra fram eftir nóttu en áður. Má þar nefna að umferð þessara aðila ann- ars vegar og hins vegar þeirra sem erindi eiga í miðborg- ina að morgni til hefur stundum blandast, þeim síðar- nefndu til ama, auk þess sem hefja hefúr þurft hreinsun miðborgarinnar síðar en ella með þeim afleiðingum að óþrifnaður eftir næturgestina er lengur sýnilegur en áður. Þá virðist skipulag löggæslu í miðbænum ekki fyllilega mæta þeim þörfúm sem rúmur afgreiðslutími veitinga- 1 08

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.