Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 48
STJÓRNSÝSLA
Miðgarður - fjölskylduþjónustan
í Grafarvogi
Regína Asvaldsdóttir jramkvœmdastjóri
Inngangur
Miðgarður, ijölskylduþjónustan í
Grafarvogi, hóf störf haustið 1997
sem reynslusveitarfélagsverkefni á
vegum Reykjavíkurborgar. í Mið-
garði er samþætt ýmiss konar þjón-
usta á vegum borgarinnar sem er
veitt af fjórum stofnunum í öðrum
hverfum í Reykjavík, en þær eru Fé-
lagsþjónustan, Leikskólar Reykja-
víkur, Fræðslumiðstöð og íþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkur
(ÍTR).
Á skrifstofu Miðgarðs starfa 25
sérfræðingar og eru 85% þeirra há-
skólamenntaðir. Fjölmennustu stétt-
imar eru sálfræðingar og félagsráð-
gjafar, þá leikskólakennarar og síð-
an eru starfsmenn með menntun í
stjórnmálafræði, rekstrarfræði,
þroskaþjálfun, talmeinafræði, náms-
ráðgjöf, íþrótta- og heilsufræði og í
sérkennslufræðum. Tíu starfsmenn
vinna við heimaþjónustu og á milli
20 og 30 starfsmenn vinna í hluta-
störfum við tilsjón, liðveislu eða
sem stuðningsfjölskyldur. Að auki
er lögreglan í Grafarvogi með aðset-
ur í Miðgarði og er sérstakur sam-
starfssamningur milli Miðgarðs og
lögreglunnar um tiltekin verkefni.
Lögreglumenn á stöðinni em fimm
talsins. Hér á eftir er gerð grein fyrir
aðdraganda að stofnun Miðgarðs,
helstu upplýsingum um Grafarvog,
lýsing á starfsemi Miðgarðs og
helstu markmiðum með verkefhinu.
1. Crasrótarstarf
í tengslum við þátttöku Reykja-
víkurborgar í verkefnum á gmnd-
velli laga um reynslusveitarfélög
var sett fram sú hugmynd að setja á
stofn sérstaka hverfismiðstöð i
Grafarvogi þar sem ólíkir fagaðilar
ynnu saman að samfélagsverkefn-
um á sviði félags- og skólaþjónustu,
löggæslu, íþrótta- og tómstundamál-
um og heilbrigðisþjónustu. Til þess
að undirbúa verkefnið var ráðinn
verkefnisstjóri í eitt ár, Snjólaug
Stefánsdóttir, og var hennar hlut-
verk að móta þessar hugmyndir og
koma með tillögur til borgarráðs.
I þessum undirbúningi átti sér
stað ákveðið grasrótarstarf. Snjó-
laug og formaður framkvæmda-
nefndar um reynslusveitarfélög,
Guðrún Ágústsdóttir, náðu saman
öflugum hópi talsmanna félagasam-
taka, íbúa og stofnana í hverfinu og
vom haldnir sex fundir þar sem íbú-
ar sýndu þessu verkefni mikinn
áhuga. í þeirra huga var mikilvægt
að hafa sem flest og fjölbreyttust
verkefni í hinni nýju miðstöð.
Einnig var stofnaður vinnuhópur
með þátttöku fagaðila frá ýmsum
stofnunum borgar og ríkis sem vom
þegar að þjóna Grafarvogsbúum.
Þessi hópur fundaði títt á undirbún-
ingstímanum og lagði gmnn að til-
lögum framkvæmdanefhdarinnar.
Borgarráð samþykkir
Tillögur að rekstri sérstakrar
hverfismiðstöðvar vom lagðar fyrir
borgarráð og samþykktar í desem-
ber 1996. í greinargerð með þeim
kom ffarn að markmið með stofhun
hverfismiðstöðvar væm að:
• Bæta og hagræða þjónustu við
íbúa Grafarvogs með samræm-
ingu á opinberri þjónustu í hverf-
inu.
• Auka lýðræði með því að veita
íbúum, fulltrúum félagasamtaka
og starfsmönnum aukin áhrif á
nánasta umhverfi og fyrirkomu-
Starfsfólk Miðgarðs.
I l O