Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Qupperneq 48

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Qupperneq 48
STJÓRNSÝSLA Miðgarður - fjölskylduþjónustan í Grafarvogi Regína Asvaldsdóttir jramkvœmdastjóri Inngangur Miðgarður, ijölskylduþjónustan í Grafarvogi, hóf störf haustið 1997 sem reynslusveitarfélagsverkefni á vegum Reykjavíkurborgar. í Mið- garði er samþætt ýmiss konar þjón- usta á vegum borgarinnar sem er veitt af fjórum stofnunum í öðrum hverfum í Reykjavík, en þær eru Fé- lagsþjónustan, Leikskólar Reykja- víkur, Fræðslumiðstöð og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR). Á skrifstofu Miðgarðs starfa 25 sérfræðingar og eru 85% þeirra há- skólamenntaðir. Fjölmennustu stétt- imar eru sálfræðingar og félagsráð- gjafar, þá leikskólakennarar og síð- an eru starfsmenn með menntun í stjórnmálafræði, rekstrarfræði, þroskaþjálfun, talmeinafræði, náms- ráðgjöf, íþrótta- og heilsufræði og í sérkennslufræðum. Tíu starfsmenn vinna við heimaþjónustu og á milli 20 og 30 starfsmenn vinna í hluta- störfum við tilsjón, liðveislu eða sem stuðningsfjölskyldur. Að auki er lögreglan í Grafarvogi með aðset- ur í Miðgarði og er sérstakur sam- starfssamningur milli Miðgarðs og lögreglunnar um tiltekin verkefni. Lögreglumenn á stöðinni em fimm talsins. Hér á eftir er gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun Miðgarðs, helstu upplýsingum um Grafarvog, lýsing á starfsemi Miðgarðs og helstu markmiðum með verkefhinu. 1. Crasrótarstarf í tengslum við þátttöku Reykja- víkurborgar í verkefnum á gmnd- velli laga um reynslusveitarfélög var sett fram sú hugmynd að setja á stofn sérstaka hverfismiðstöð i Grafarvogi þar sem ólíkir fagaðilar ynnu saman að samfélagsverkefn- um á sviði félags- og skólaþjónustu, löggæslu, íþrótta- og tómstundamál- um og heilbrigðisþjónustu. Til þess að undirbúa verkefnið var ráðinn verkefnisstjóri í eitt ár, Snjólaug Stefánsdóttir, og var hennar hlut- verk að móta þessar hugmyndir og koma með tillögur til borgarráðs. I þessum undirbúningi átti sér stað ákveðið grasrótarstarf. Snjó- laug og formaður framkvæmda- nefndar um reynslusveitarfélög, Guðrún Ágústsdóttir, náðu saman öflugum hópi talsmanna félagasam- taka, íbúa og stofnana í hverfinu og vom haldnir sex fundir þar sem íbú- ar sýndu þessu verkefni mikinn áhuga. í þeirra huga var mikilvægt að hafa sem flest og fjölbreyttust verkefni í hinni nýju miðstöð. Einnig var stofnaður vinnuhópur með þátttöku fagaðila frá ýmsum stofnunum borgar og ríkis sem vom þegar að þjóna Grafarvogsbúum. Þessi hópur fundaði títt á undirbún- ingstímanum og lagði gmnn að til- lögum framkvæmdanefhdarinnar. Borgarráð samþykkir Tillögur að rekstri sérstakrar hverfismiðstöðvar vom lagðar fyrir borgarráð og samþykktar í desem- ber 1996. í greinargerð með þeim kom ffarn að markmið með stofhun hverfismiðstöðvar væm að: • Bæta og hagræða þjónustu við íbúa Grafarvogs með samræm- ingu á opinberri þjónustu í hverf- inu. • Auka lýðræði með því að veita íbúum, fulltrúum félagasamtaka og starfsmönnum aukin áhrif á nánasta umhverfi og fyrirkomu- Starfsfólk Miðgarðs. I l O
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.