Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 52

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 52
STJÓRNSÝSLA aðfaranótt laugardags og nú geta foreldrar á fostudagsrölti hlýjað sér á stöðinni og fengið heitt kaffí og þegar ekki er of annasamt í hverfinu bjóða húslegir lögregluþjónar upp á nýbakaðar vöfflur. Hverfisnefnd Hverfisnefnd Grafarvogs var komið á laggimar í febrúar 1997. I nefndinni eru fimm fulltrúar, þrír borgarfulltrúar (tveir frá R-lista og einn frá D-lista) og síðan tilnefna íbúasamtök Grafarvogs tvo fulltrúa. Nefndin hefur tekið upp íjölmörg mál á starfstíma sínum, flest á sviði umferðar- og skipulagsmála. íbúar senda gjaman erindi til nefndarinnar sem fjallar um þau á fúndum sínum og sendir áfram í borgarkerfið og fylgist með framgangi mála. Að frumkvæði nefndarinnar hafa verið haldnir nokkrir borgarafundir urn heit mál í hverfinu, s.s. breikkun Gullinbrúar og umferðaröryggi við Langarima. Grafarvogsráð I fyrrnefndum tillögum fram- kvæmdanefndar Reykjavíkurborgar um reynslusveitarfélög var ákveðið að myndaður skyldi samráðsvett- vangur í hverfmu til að sem flestir forsvarsmenn félagasamtaka og stofnana gætu tekið þátt i tilraun- inni. Grafarvogsráð var stofnað form- lega af hverfisnefnd Grafarvogs og Miðgarði í febrúar 1998. Á stofn- fúndinn komu 40 fúlltrúar frá stofn- unum og félagasamtökum í hverfinu auk nefndarmanna í hverfisneínd og framkvæmdastjóra Miðgarðs. Myndaðir voru vinnuhópar til að koma með tillögur að sameiginlegu verkefni og voru allir hópamir sam- mála um að mikilvægast væri að halda hverfishátíð eða Grafarvogs- dag með þátttöku sem flestra. Slíkt væri vel til þess fallið að styrkja böndin á milli stofnana, félagasam- taka og íbúa og styrkja jákvæða ímynd þessa barnmarga hverfis. Einnig var ákveðið að Grafarvogs- ráð myndi aðstoða ungmennafélagið Fjölni við landsmót sem haldið var í Grafarvogi í júlíbyrjun 1998 og voru nokkrir vinnuhópar sjálfboða- liða stofnaðir í tengslum við mótið. Fyrsti Grafarvogsdagurinn var haldinn um miðjan september 1998 og var fjölbreytt dagskrá í boði sem hverfisbúar sáu að mestu leyti um sjálfir. Grafarvogsdagamir hafa ver- ið haldnir þrisvar sinnum og er sá fjórði í undirbúningi núna. Önnur verkefni sem Grafarvogs- ráðið hefur staðið að er þátttaka í verkefninu Reykjavík, menningar- borg árið 2000, en menningarárið í Grafarvogi byrjaði með glæsilegri dagskrá á Korpúlfsstöðum í lok jan- úar. Fræðsludagskrá um heilsu og holla lífshætti var haldin í mars og íþróttadagur fjölskyldunnar í maí. Síðastliðið haust stóðu Miðgarður og skáldin í Grafarvogi, útskáldin, að útgáfu bókar sem ber heitið Bn't- in út í Viðey og var hún borin i hvert hús í Grafarvogi. Hópurinn stóð að Stjömumessu í samstarfi við Mið- garð og bílaverkstæðið Stjömuna í desember sl. en skáldin lásu upp úr verkum sínum og KK spilaði og söng af sinni alkunnu snilld. Stefnt er að þvi að gera Stjömumessuna að árlegum viðburði í Grafarvogi. Undir formerkjum Grafarvogs- ráðs var einnig starfandi forvamar- hópur sem kallast Grafarvogur í góðum málum. Á árinu 1997 stóðu íbúar í Grafarvogi, Miðgarður, SÁÁ og allar helstu uppeldisstofnanir og félagasamtök í hverfinu að myndun samráðshóps í hverfinu undir for- ystu iþrótta- og tómstundaráðgjafa Miðgarðs. Vemlegur árangur hefúr náðst ffá þeim tíma sem verkefnið stóð yfir. Allflestir skólar, félagasamtök og félagsmiðstöðvar hafa samþykkt forvamaáætlanir. Auk þess vom sett af stað átaksverkefni varðandi úti- vistartíma og reykingar, fræðsla á vegum SÁÁ fyrir lykilaðila i upp- eldismálum og hópstarf á vegum Miðgarðs með unglinga sem vom í áhættu varðandi vímuefnaneyslu. Vinna í anda fyrrgreindrar upp- byggingarstefnu er rökrétt ffamhald á þeirri vinnu sem unnin var í verk- efninu Grafarvogur i góðum málum en þar er hins vegar ekki um átak að ræða heldur viðvarandi fræðslu, þjálfun og umræður um uppeldis- mál í hverfmu. Samvinna við ríkisstofnanir í Grafarvogi • Skipuleggja samstarfsverkefni og samþætta þjónustu ríkis og Reykjavikurborgar í hverfinu. Við undirbúning tilraunaverkefn- isins var leitað eftir formlegri þátt- töku Lögreglunnar í Reykjavík og stjórn heilsugæslustöðva um til- flutning verkefna en ekki var áhugi hjá þessum aðilum að stíga það skref að færa einstök verkefni frá ríkinu til sveitarfélagsins. Á hinn bóginn var mjög jákvæður andi í garð þessarar tilraunar og menn til- búnir í samstarf. I Grafarvogi hafði verið starfrækt lögreglustöð í nokk- ur ár þegar Miðgarður var stofnað- ur. Fljótlega náðist formleg sam- vinna við Lögregluna í Reykjavik sem var tilbúin að ráða sérstakan forvarnarfulltrúa í Grafarvog með aðsetur í Miðgarði. Þessi skipan mála gekk svo vel að á síðasta ári var ákveðið að endurskipuleggja starfsemi hverfastöðvarinnar í Graf- arvogi og færa alla starfsemi lög- reglunnar þar í Miðgarð. Áherslu- breytingar urðu i daglegu starfi þar sem virk og sýnileg löggæsla - úti á meðal borgaranna - er þungamiðjan i starfseminni. Einnig var viðvera lögreglunnar aukin til muna. Um þessar mundir eru Lögreglan og Miðgarður að hleypa af stokkun- um verkefni sem við köllum Hring- inn og snýr að bömum og ungling- um sem fremja afbrot í hverfinu. Boðið verður upp á uppbyggilegt ferli þar sem gerandi afbrots fær tækifæri til að axla ábyrgð á því sem hann hefur gert og bæta fyrir brot sitt. Mjög mikið samráð og samstarf er við heilsugæsluna i Grafarvogi vegna einstaklinga og samráðsfúnd- ir eru haldnir vegna heimaþjónustu og við ungbamaeftirlit. 1 1 4

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.