Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 52
STJÓRNSÝSLA aðfaranótt laugardags og nú geta foreldrar á fostudagsrölti hlýjað sér á stöðinni og fengið heitt kaffí og þegar ekki er of annasamt í hverfinu bjóða húslegir lögregluþjónar upp á nýbakaðar vöfflur. Hverfisnefnd Hverfisnefnd Grafarvogs var komið á laggimar í febrúar 1997. I nefndinni eru fimm fulltrúar, þrír borgarfulltrúar (tveir frá R-lista og einn frá D-lista) og síðan tilnefna íbúasamtök Grafarvogs tvo fulltrúa. Nefndin hefur tekið upp íjölmörg mál á starfstíma sínum, flest á sviði umferðar- og skipulagsmála. íbúar senda gjaman erindi til nefndarinnar sem fjallar um þau á fúndum sínum og sendir áfram í borgarkerfið og fylgist með framgangi mála. Að frumkvæði nefndarinnar hafa verið haldnir nokkrir borgarafundir urn heit mál í hverfinu, s.s. breikkun Gullinbrúar og umferðaröryggi við Langarima. Grafarvogsráð I fyrrnefndum tillögum fram- kvæmdanefndar Reykjavíkurborgar um reynslusveitarfélög var ákveðið að myndaður skyldi samráðsvett- vangur í hverfmu til að sem flestir forsvarsmenn félagasamtaka og stofnana gætu tekið þátt i tilraun- inni. Grafarvogsráð var stofnað form- lega af hverfisnefnd Grafarvogs og Miðgarði í febrúar 1998. Á stofn- fúndinn komu 40 fúlltrúar frá stofn- unum og félagasamtökum í hverfinu auk nefndarmanna í hverfisneínd og framkvæmdastjóra Miðgarðs. Myndaðir voru vinnuhópar til að koma með tillögur að sameiginlegu verkefni og voru allir hópamir sam- mála um að mikilvægast væri að halda hverfishátíð eða Grafarvogs- dag með þátttöku sem flestra. Slíkt væri vel til þess fallið að styrkja böndin á milli stofnana, félagasam- taka og íbúa og styrkja jákvæða ímynd þessa barnmarga hverfis. Einnig var ákveðið að Grafarvogs- ráð myndi aðstoða ungmennafélagið Fjölni við landsmót sem haldið var í Grafarvogi í júlíbyrjun 1998 og voru nokkrir vinnuhópar sjálfboða- liða stofnaðir í tengslum við mótið. Fyrsti Grafarvogsdagurinn var haldinn um miðjan september 1998 og var fjölbreytt dagskrá í boði sem hverfisbúar sáu að mestu leyti um sjálfir. Grafarvogsdagamir hafa ver- ið haldnir þrisvar sinnum og er sá fjórði í undirbúningi núna. Önnur verkefni sem Grafarvogs- ráðið hefur staðið að er þátttaka í verkefninu Reykjavík, menningar- borg árið 2000, en menningarárið í Grafarvogi byrjaði með glæsilegri dagskrá á Korpúlfsstöðum í lok jan- úar. Fræðsludagskrá um heilsu og holla lífshætti var haldin í mars og íþróttadagur fjölskyldunnar í maí. Síðastliðið haust stóðu Miðgarður og skáldin í Grafarvogi, útskáldin, að útgáfu bókar sem ber heitið Bn't- in út í Viðey og var hún borin i hvert hús í Grafarvogi. Hópurinn stóð að Stjömumessu í samstarfi við Mið- garð og bílaverkstæðið Stjömuna í desember sl. en skáldin lásu upp úr verkum sínum og KK spilaði og söng af sinni alkunnu snilld. Stefnt er að þvi að gera Stjömumessuna að árlegum viðburði í Grafarvogi. Undir formerkjum Grafarvogs- ráðs var einnig starfandi forvamar- hópur sem kallast Grafarvogur í góðum málum. Á árinu 1997 stóðu íbúar í Grafarvogi, Miðgarður, SÁÁ og allar helstu uppeldisstofnanir og félagasamtök í hverfinu að myndun samráðshóps í hverfinu undir for- ystu iþrótta- og tómstundaráðgjafa Miðgarðs. Vemlegur árangur hefúr náðst ffá þeim tíma sem verkefnið stóð yfir. Allflestir skólar, félagasamtök og félagsmiðstöðvar hafa samþykkt forvamaáætlanir. Auk þess vom sett af stað átaksverkefni varðandi úti- vistartíma og reykingar, fræðsla á vegum SÁÁ fyrir lykilaðila i upp- eldismálum og hópstarf á vegum Miðgarðs með unglinga sem vom í áhættu varðandi vímuefnaneyslu. Vinna í anda fyrrgreindrar upp- byggingarstefnu er rökrétt ffamhald á þeirri vinnu sem unnin var í verk- efninu Grafarvogur i góðum málum en þar er hins vegar ekki um átak að ræða heldur viðvarandi fræðslu, þjálfun og umræður um uppeldis- mál í hverfmu. Samvinna við ríkisstofnanir í Grafarvogi • Skipuleggja samstarfsverkefni og samþætta þjónustu ríkis og Reykjavikurborgar í hverfinu. Við undirbúning tilraunaverkefn- isins var leitað eftir formlegri þátt- töku Lögreglunnar í Reykjavík og stjórn heilsugæslustöðva um til- flutning verkefna en ekki var áhugi hjá þessum aðilum að stíga það skref að færa einstök verkefni frá ríkinu til sveitarfélagsins. Á hinn bóginn var mjög jákvæður andi í garð þessarar tilraunar og menn til- búnir í samstarf. I Grafarvogi hafði verið starfrækt lögreglustöð í nokk- ur ár þegar Miðgarður var stofnað- ur. Fljótlega náðist formleg sam- vinna við Lögregluna í Reykjavik sem var tilbúin að ráða sérstakan forvarnarfulltrúa í Grafarvog með aðsetur í Miðgarði. Þessi skipan mála gekk svo vel að á síðasta ári var ákveðið að endurskipuleggja starfsemi hverfastöðvarinnar í Graf- arvogi og færa alla starfsemi lög- reglunnar þar í Miðgarð. Áherslu- breytingar urðu i daglegu starfi þar sem virk og sýnileg löggæsla - úti á meðal borgaranna - er þungamiðjan i starfseminni. Einnig var viðvera lögreglunnar aukin til muna. Um þessar mundir eru Lögreglan og Miðgarður að hleypa af stokkun- um verkefni sem við köllum Hring- inn og snýr að bömum og ungling- um sem fremja afbrot í hverfinu. Boðið verður upp á uppbyggilegt ferli þar sem gerandi afbrots fær tækifæri til að axla ábyrgð á því sem hann hefur gert og bæta fyrir brot sitt. Mjög mikið samráð og samstarf er við heilsugæsluna i Grafarvogi vegna einstaklinga og samráðsfúnd- ir eru haldnir vegna heimaþjónustu og við ungbamaeftirlit. 1 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.