Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 53
STJÓRNSÝSLA Samstarf við kirkjuna hefur verið víðtækt, m.a. við undirbúning Graf- arvogsdagsins og tilsvarandi verk- efni. I undirbúningi er bygging kirkjusels í eystri hluta Grafarvogs og eru Miðgarður og ITR í sam- starfi við sóknamefnd um samnýt- ingu á aðstöðu, m.a. fyrir eldri borg- ara og skátana í hverfmu. 5. Hvernig hefur tekist til? Þar sem Miðgarður er tilrauna- verkefni hafa verið gerðar athuganir á starfseminni, m.a. á vegum Reykjavíkurborgar og á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins. Fyrirtækið Gallup gerði þrjár viðamiklar kannanir árið 1999. I fyrsta lagi voru tekin viðtöl við samstarfsaðila Miðgarðs innan Grafarvogs og utan og rætt var við stjómarmenn í hverfisnefnd. I öðm lagi var gerð viðamikil spuminga- könnun meðal Grafarvogsbúa þar sem úrtakið var 1000 manns. í þriðja lagi var tekið viðtal við íbúa sem komu í Miðgarð á tilteknu tímabili og var fulltrúi Gallup á staðnum og leitaði álits 95 manns á starfseminni og þeirri þjónustu sem viðkomandi hafði fengið. I viðtölum Gallup við samstarfs- aðila og stjómarmenn í hverfísneíhd kom fram mikil ánægja með Mið- garð. Avinningur af nálægð starfs- fólks Miðgarðs við íbúa gerir þjón- ustuna persónulegri að sögn við- mælenda og að stofnunin hafí ýtt undir þá tilfmningu að íbúar hverf- isins hafí sameiginlegra hagsmuna að gæta líkt og gerist i minni bæjar- félögum. Einnig kom ffam að sam- þætt þjónusta stytti biðtíma skjól- stæðinga og að Miðgarður taki hratt og örugglega á þeim vandamálum sem upp koma. Helstu gallar verk- efnisins voru að mati viðmælenda að Miðgarður hefði ekki fullt for- ræði í þeim málum sem snúa að verksviði stofnunarinnar og að það skref sem ætlunin var að stíga með tilraunaverkefninu hefði ekki verið stigið til fulls. I viðhorfskönnuninni kom fram að 75% svarenda höfðu heyrt um Miðgarð og voru 75% þeirra sem tóku afstöðu frekar eða mjög já- kvæð gagnvart Miðgarði en 1% ffekar neikvætt. í þjónustukönnuninni kom fram að 85% voru mjög eða frekar ánægð með þjónustu Miðgarðs og 8% frek- ar eða mjög óánægð. Rúmlega 42% af þeim sem tóku þátt í könnuninni komu í Miðgarð vegna umsókna um fjárhagsaðstoð og annar stærsti hóp- urinn kom vegna bama og unglinga. Lokaorð Þó að Miðgarður sé tilraunaverk- efni og þeirri tilraun ljúki formlega um næstu áramót hefur það ekki haft áhrif á starfsemina. Við höfúm talið það mikilvægt að leggja aldrei árar i bát og gemm því þriggja ára áætlanir eins og aðrar borgarstofn- anir með velferð þeirra Qölmörgu Grafarvogsbúa sem við emm í sam- starfí við að leiðarljósi. FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga Ingimar Halldórsson hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Vestfirðinga frá 1. janúar 2001. Ingimar er fæddur i Hnifsdal 1. apríl 1949 og eru foreldrar hans Inga Ingimarsdóttir, sem lést 1981, og Halldór Pálsson verkstjóri. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Núpi 1966 og stundaði nám í Verslunarskóla ís- lands 1966-1967 og í Samvinnu- skólanum Bifröst 1972-1974. Ingimar starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1968 til 1970, sótti sjó til 1972 og eins á milli bekkja á sumrin. Hann var fram- kvæmdastjóri Reiknistofu Vest- Qarða, sem er tölvu- og bókhalds- þjónustufyrirtæki, 1974-1986, var framkvæmdastjóri Frosta hf. í Súða- vík 1986-1997 og var útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf. 1997-2000. Ingimar átti sæti í bæjarstjóm ísa- fjarðar sem varamaður 1978-1982 og sem aðalmaður 1982 til 1986 og sat í mörgum nefndum bæjarins, m.a. í bæjarráði og í hafnamefhd. Hann var kosinn í stjóm Útvegs- mannafélags Vestfjarða 1987 og var formaður frá 1988 til 2000, átti sæti í stjóm Landssambands íslenskra út- vegsmanna (LÍÚ) frá 1988 til 2000, þar af varaformaður í nokkur ár, og sat í framkvæmdaráði LÍÚ öll árin. Hann hefur átt sæti i sambands- stjórn Samtaka atvinnulífsins frá 1989, í varastjóm Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins ffá 1999, í stjóm Líf- eyrissjóðs Vestfirðinga frá 1988, m.a. sem formaður eitt ár, og hefúr gegnt ýmsum öðmm trúnaðarstörf- um. Eiginkona Ingimars er Kristín Karlsdóttir. Þau eiga tvö böm, 16 og 19 ára. 1 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.