Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 54
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Nýtt sveitarfélag í Þingeyjarsýslu Reinhard Reynisson, bœjarstjóri á Húsavík ogformaður samstarfsnefiidar Samstarfsnefnd um sameiningu Skútustaðahrepps, Reykjahrepps, Aðaldælahrepps, Tjörneshrepps, Kælduneshrepps, Öxarijarðarhrepps og Húsavíkurkaupstaðar hefur verið að störfum með hléum frá fyrsta fundi nefndarinnar sem haldinn var 2. nóvember 1998. I upphafí starfs- ins voru 13 sveitarfélög aðilar að nefndinni en Þórshafnarhreppur, Svalbarðshreppur, Raufarhafnar- hreppur, Ljósavatnshreppur, Bárð- dælahreppur og Reykdælahreppur hafa hætt þátttöku í starfi nefndar- innar. Nefndin hefur á þessum tíma haldið 10 bókaða fundi, þ.m.t. fund hinn 7. febrúar sl. með öllum sveit- arstjómarmönnum í sveitarfélögun- um sjö sem að samstarfsnefndinni standa í dag. A þeim fúndi var farið yfir drög að ályktun og greinargerð samstarfsnefndarinnar til að fá fram umræður meðal sveitarstjórnar- manna um þær áherslur sem þar verða lagðar. Samkvæmt vinnuáætl- un nefndarinnar er gert ráð fyrir að tillaga hennar verði lögð fram nú í vor og að sveitarstjórnir hafi lokið umfjöllun sinni um hana fyrir 1. september. Þá hefur nefndin gert þá tillögu til sveitarstjómanna að kosið verði um sameiningu sveitarfélag- anna 3. nóvember nk. og að sveitar- stjórn hins nýja sveitarfélags verði kosin við reglubundnar sveitar- stjómarkosningar vorið 2002. Samstarfsnefndin hefur lagt áherslu á það í vinnu sinni að draga fram ákveðna sýn á það hvernig móta megi hið nýja sveitarfélag, bæði hvað varðar uppbyggingu stjórnsýslu þess en einnig hvað varðar fyrirkomulag ýrnissa þjón- ustuþátta. I þessu sambandi hefur nefndin sett upp tillögu að skipuriti og mun einnig leggja fram tillögu að samþykktum um stjóm og fund- arsköp hins nýja sveitarfélags. Er þetta m.a. gert til þess að tryggja skilvirka stjómsýslu hins nýja sveit- arfélags sem fyrst eftir að það verð- ur til. Með því að draga fram ákveðna mynd af fyrirkomulagi stjómsýslu og þjónustu nýs sveitar- félags vill nefndin leggja sitt af rnörkum til að umræðan meðal sveitarstjómanna og íbúanna snúist um raunverulega uppbyggingu nýs sveitarfélags í stað þröngrar hags- munagæslu þar sem fyrst og fremst er horft á hvað menn hafa í dag. En hvers vegna að búa til nýtt sveitarfélag? Skipan stjórnsýslu, hvort sem er ríkis eða sveitarfélaga, hlýtur á hverjum tíma að þurfa að fylgja þeim raunvemleika senr hið mannlega samfélag stendur frammi fyrir. Sú skipan sem hin mörgu smáu sveitarfélög byggja á rekur rætur sínar til allt annarrar samfé- lagsgerðar og tæknistigs en við búum við í dag. Til að takast á við nútíð og framtíð þarf að skapa það stór stjómsýslu- og þjónustusvæði að innan þeirra sé raunverulega Frá fundi um sameiningarmál sveitarfélaganna í félagsheimilinu Ýdölum 8. febrúar sl. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri héraðs- nefndar Þingeyinga, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Hraunkoti, hreppsnefndarfulltrúi i Aðaldælahreppi, og Þorgrlmur Sigurðs- son, Skógum II, oddviti Reykjahrepps. 1 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.