Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Page 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Page 5
Forystugrein Tímamót Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur nú út í nýjum búningi. A síðasta ári voru liðin 60 ár frá því Jónas Guðmunds- son, formaður sambandsins og frum- kvöðull að stofnun þess, hóf útgáfu tímaritsins Sveitarstjórnarmála. Stjórn sambandsins samþykkti í upphafi árs 2002 að gera breytingar á útgáfu tímaritsins í þeim tilgangi að efla það enn frekar sem ferskan miðil og málgagn sambandsins. í samræmi við þá samþykkt hefur nú verið gerð- ur samningur við Fremri - kynningar- þjónustu ehf. á Akureyri um að fyrir- tækið taki að sér umsjón með útgáfu tímaritsins í samvinnu við sambandið, en eftir sem áður verður sambandið eigandi og útgefandi tímaritsins. Markmiðið er að efla útgáfuna, fjölga tölublöðum í hverjum árgangi, koma festu á útgáfutíma þess og að nýta það betur sem vettvang fyrir miðlun upplýsinga um málefni sveit- arfélaganna. Stefnt er að aukinni dreifingu tímaritsins og með því móti er þess vænst að tímaritið verði í framtíðinni enn mikilvægari hlekkur en áður í þeirri hagsmunagæslu sem sambandið sinnir fyrir sveitarfélögin í landinu. Sextugasti og fyrsti árgangur tíma- ritsins Sveitarstjórnarmála, það er ár- gangur síðasta árs, er því síðasti ár- gangur tímaritsins sem Unnar Stefáns- son ritstýrir. Unnar hefur verið ritstjóri tímaritsins f 35 ár og undir hans stjórn hefur tímaritið eflst og gegnt afar þýð- ingarmiklu hlutverki í starfi og sögu sveitarfélaganna. Á þessum tímamót- um er Unnari Stefánssyni þakkað fyrir störf hans að útgáfumálum sambands- ins, sem hann hefur unnið af mikilli vandvirkni og alúð. Sveitarstjórnarmenn eru hvattir til þess að nýta sér Sveitarstjórnarmál til skoðanaskipta um þau mál sem efst eru á baugi á vettvangi sveitarfélag- anna á hverjum tíma. Á fundi fulltrúaráðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem haldinn var dagana 22. og 23. mars 2002 í Hveragerði, var samþykkt samhljóða stefnumörkun sambandsins í byggða- málum. Áður hafði byggðanefnd sam- bandsins lagt fram heildstæðar tillög- ur, sem kynntar voru öllum sveitar- stjórnum og fleiri aðilum, auk þess sem þær voru ræddar á fundi fulltrúa- ráðsins í nóvember sl. Það er afar mikilvægt að sveitar- stjórnarmenn hafi ákveðnar skoðanir á framvindu þeirra málefna sem með einum eða öðrum hætti munu hafa áhrif á þróun byggðamála og sveitar- stjórnarstigins í landinu. Það er því þýðingarmikið að sveitarstjórnarmenn náðu góðri sátt í Hveragerði um þær tillögur sem fyrir lágu. Sveitarfélögin þurfa á öllum sínum samtakamætti að halda til að standast þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Um leið og sveitarstjórnarmenn verða að standa traustan vörð um velferð og hagsmuni síns sveitarfélags verða þeir einnig að líta til heildarinnar og taka afstöðu til þess á hvern hátt framtíð og hagsmunir sveitarstjórnarstigsins í landinu verði best tryggðir og hlutverk og ábyrgð þess efld. Það gerðu fulltrú- ar sveitarfélaganna á fundinum í Hveragerði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður SVEITAR STJ ÓRN AR MÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Háaleitisbraut 11-13 108 Reykjavík. Sími: 581 3711. Netfang samband@samband.is • Veffang www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) magnus@samband.is Bragi V. Bergmann bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta Furuvöllum 13 600 Akureyri Sími 461 3666 ■ Bréfasími: 461 3667 Netfang: fremri@fremri.is Auglýsingar: Páll Júlíusson Símar: 566 8262 & 861 8262 Netfang: pallij@islandia.is Umbrot og prentun: Alprent, Glerárgötu 24, 600 Akureyri, s. 462 2844. Dreifing: Islandspóstur Forsíðumyndin: Myndin á forsíðu blaðsins er frá Akureyri, af því tilefni að útgáfa Sveitarstjórnarmála hefur nú að hluta til verið flutt norður yfir heiðar. (Ljósmynd: Myndrún) Tímaritið Sveitarstjórmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum júlí- og ágústmánuði, í 3.500 eintökum. Áskriftarsíminn er 461 3666.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.