Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Page 13
Verðlaunað fyrir gott starf að Staðardagskrá 21:
Akureyrarkaupstaður og
Borgarbyggð í fremstu röð
Tvö sveitarfélög hlutu verðlaun fyrir sér-
stakan árangur í umhverfismálum á
fimmtu landsráðstefnunni um Staðardag-
skrá 21, sem haldin var á Akureyri í febrú-
ar. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
veitti Akureyrarkaupstað Staðardagskrár-
verðlaunin 2002 fyrir vönduð og markviss
vinnubrögð í umhverfismálum og Borgar-
byggð hvatningarverðlaun Staðardagskrár
21 á íslandi fyrir vel skipulagt og mark-
visst starf að þessum málum undanfarna
mánuði.
Margir komu til greina
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, afhenti þeim Cuðmundi Sigvaldasyni, verkefnisstjóra Staðardagskrár
21 á Akureyri, ogSigurði J. Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar, Staðardagskrárverðlaunin 2002 fyrir vönduð
og markviss vinnubrögð f umhverfismálum.
Stýrihópur Staðardagskrár 21 á íslandi
vann að undirbúningi verðlaunaveiting-
anna. Stefán Gíslason verkefnisstjóri sagði
í samtali við Sveitarstjórnarmál að hópn-
um hafi verið mikill vandi á höndum við
valið, þar sem mörg sveitarfélög hafi unn-
ið mjög gott starf á síðustu mánuðum. Til
þess að nálgast niðurstöður um hvaða
sveitarfélög væru best komin að viður-
kenningunum var unnin greining á
nokkrum þáttum Staðardagskrár 21, auk
þess sem kannað var hvernig gengið hefði
að framfylgja framkvæmdaáætlunum í
einstökum sveitarfélögum. Að lokinni
þeirri úttekt var, að sögn Stefáns, nokkuð
Ijóst hvaða fimm sveitarfélög ættu helst
tilkall til þessara viðurkenninga. í þeim
hópi voru meðal annars Mosfellsbær og
Snæfellsbær, en bæði þessi sveitarfélög
höfðu áður hlotið viðurkenningar af þessu
tagi. Að mati stýrihópsins er æskilegt að
þrjú til fimm ár líði á milli þess að sama
sveitarfélag hljóti viðurkenningu, því að
annars mætti líta svo á að tiltekin sveitar-
félög yrðu áskrifendur að verðlaunum.
Stefán segir að þótt Mosfellsbær og Snæ-
fellsbær hafi ekkert slakað á í þessum efn-
um hafi af framan-
greindum ástæðum
verið ákveðið að beina
sjónum í aðrar áttir.
Skýrsla Akureyr-
inga eftirsótt
Að sögn Stefáns Gísla-
sonar hafa Akureyring-
ar með markvissu
starfi orðið fyrirmynd
annarra sveitarfélaga í
þessu efni og skýrsla
þeirra um verkefnið sé
orðin eftirsótt hjá þeim
sem skemmra eru á
veg komnir. Hann seg-
ir að vandað hafi verið
til allra verka á Akureyri. Fagmennska hafi
hvarvetna verið í fyrirrúmi og allt kynn-
ingarstarf til fyrirmyndar. Hvað Borgar-
byggð varðar segir Stefán að gerð Staðar-
dagskrár 21 hafi farið hægt af stað en fyrir
rúmum þremur mánuðum réði sveitarfé-
lagið sérstakan verkefnisstjóra í fullt starf
til þess að koma málinu á rekspöl. Frá
þeim tíma hefur verið unnið af fullum
krafti og er nú stefnt að því að fyrsta út-
gáfa Staðardagskrár 21 fyrir Borgarbyggð
verði tilbúin til samþykktar á komandi
hausti. Hveragerðisbær hlaut hvatningar-
verðlaunin á síðasta ári, en þessum verð-
launum er ætlað að vera hvatning til
þeirra sveitarfélaga sem hvað ötullegast
hafa unnið að gerð Staðardagskrár 21
mánuðina á undan án þess að vera endi-
lega komin í hóp þeirra fremstu.
Guðmundur Sigvaldason, verkefnis-
stjóri Staðardagskrár 21 á Akureyri, Sig-
urður J. Sigurðsson, fráfarandi forseti bæj-
arstjórnar Akureyrarkaupstaðar, og Hólm-
fríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri í Borgar-
byggð, veittu verðlaununum viðtöku.
Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Borgarbyggð, tók
við hvatningarverðlaunum Staðardagskrár 21 fyrir vel skipulagt og markvisst
starf að þessum málum undanfarna mánuði.
13