Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Qupperneq 12
Nýtt sveitarfélag á Austurlandi sameinast í eitt sveitarfélag með Fjarða- byggð og Fáskrúðsfjarðarhreppi, með stjórnsýslu- og þjónustukjarna á Reyðar- firði. Hann segir það lykilatriði að strax náist samstaða um uppbyggingu þjónustu- kjarnans þó svo að bíða þurfi í einhver ár eftir sameiningu. - Er samstaða á svæðinu um þennan þjón- ustukjarna, jafnt innan ykkar raða sem og meðal stjórnenda og íbúa Fjarðabyggðar? „Það er algjör samstaða um þetta í okk- ar röðum. Það hefur ekki verið haldinn formlegur fundur um þetta mál en mér finnst mjög trúlegt að það náist um þetta breið samstaða því þetta er lykilatriði í því að keppa um búsetu fólksins. Um leið og álverið kemur hér og menn fara að setja sig niður með búsetu þá er spurningin: Verður sú búseta á Fjörðum eða á Héraði? Ég vona það að það náist samstaða um þetta meðal ráðamanna í Fjarðabyggð." Guðmundur segist eiga von á því að mjög fljótlega muni menn ræða saman um þennan þjónustukjarna á Reyðarfirði. - En hvað svo? „Ég vona að formlegar viðræður um sameiningu verði mjög fljótt líka en á samt frekar von á því að menn reyni að- eins að ná áttum. Við þurfum að koma rekstri þessara tveggja sveitarfélaga í eitt," segir Guðmundur og bætir við að í raun sé Fjarðabyggð dálítið í lausu lofti einnig og á kafi í verkefnum eins og stendur. „En ég vona innilega að okkur takist mjög fljótt að fara að ræða um þetta því fram- tíðin liggur í því." Spurður um hvenær næstu skref verða stigin og hvort menn hafi sett stefnuna á sameiningu í tengslum við kosningar til sveitarstjórna 2006 segir Guðmundur að ekkert hafi verið tímasett nákvæmlega í því sambandi. „Ég get sagt persónulega fyrir sjálfan mig að ég yrði mjög kátur með það og nánast allir held ég í okkar sveitarstjórn. Ég er þó ekki viss um að það sé raunhæft að setja það þannegin upp en ég tel alveg klárt að það verður komið á góðan rekspöl þá." Grænmetið kemur úr jörðinni - ekki bara úr búðinni! Á Seltjarnarnesi hefur það verið venjan undanfarin ár að setja niður nokkurt um- frammagn grænmetis í skólagarðana og fimm ára börnum á leikskólum bæjarins síðan boðið að taka upp það sem eftir verður á haustin. Börnunum þykir þetta jafnan fróðlegt og skemmtiiegt í senn - uppskeran jafnvel borðuð nánast beint upp úr görðunum og sum börnin verða jafnvel hissa á því að grænmetið skuli koma upp úr jörðinni en ekki bara úr búðinni! Uppskeran er fyrir nokkru komin í hús en tilgangurinn með því að fá fimm ára börnin með þessum hætti í skólagarðana er að kynna þeim þennan möguleika, vekja áhuga þeirra og hvetja þau til að sækja skólagarðana þegar réttum aidri er náð - en skólagarðarnir eru fyrir yngri ár- ganga grunnskólans. Á myndinni eru hróðugir „græmetisbændur" af Seltjarnar- nesi. Frá hugmynd Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bauð nú í september í fyrsta skipti upp á námskeiðið Frá hugmynd til framkvæmd- ar\ samvinnu við Sparisjóðinn í Keflavík ogTKC-Group, sem áætlað er að haldið verði mánaðarlega. Markmiðið með til framkvæ námskeiðinu er að styðja og efla frum- kvöðla og athafnafólk. Leitast er við að veita góða sýn yfir gerð viðskiptaáætlana, farið er yfir opinbert stoðkerf frumkvöðla og fjármögnun verkefna. Aðstandendur námskeiðsins segja það ánægjuefni hve mdar mikinn áhuga málefni frumkvöðla með atvinnurekstur í huga vekur á Suðurnesj- um, en aðsókn á námskeiðið var mjög góð og tókst það vel að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Sambandi sveit- arfélaga á Suðurnesjum. 12 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.