Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Síða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Síða 14
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð Styrkleiki í stað skýjaborga Um 70 hugmyndir eru komnar á borð verkefnisstjórnar um framkvæmdaáætlun uppbyggingar fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Áhersla hefur verið lögð á atvinnu- og mannlíf sem fyrir er en ríksivaldið heldur einnig um mikilvæga þræði. „Að okkar mati er mjög mikilvægt að festa þetta sterkasta vígi landsmanna fyrir utan höfuðborgarsvæðið í sessi sem aðlaðandi og sterkan byggðakjarna þar sem lífsgæði eru jafn mikil og á suð- vesturhorninu. Þar af leiðandi er þetta bæði ögrandi og skemmti- legt starf. Fyrir mann eins og mig, sem hef ríkan áhuga á byggð í landinu, er þetta eins og óskaverkefni," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson en hann hefur veitt verkefnisstjórninni forstöðu og ræðir hér um hvernig unnið hefur verið að þessu máli. Um 70 hugmyndir „Við settum okkur það markmið strax í byrjun að sækja vitið ekki yfir lækinn heldur að leita fyrst og síðast til heimamanna og sækja þangað bæði vitsmuni og reynslu sem þar er fyrir hendi. Fyrir vikið hefur orðið til ákveðin breiðfylking af heimafólki sem haft hefur veg og vanda af þessu starfi. Við höfum unnið í sam- vinnu við marga af helstu forsvarsmönnum atvinnumála, sam- göngumála, félagsmála og menningarmála og fengið þá til lykil- þátttöku í starfinu sem hefur einkum byggst á því að búa til áætl- un fyrir hvert svið. Við höfum meðal annars fjallað um sam- keppnishæfni í atvinnulífi, lífsafkomumál, menntamál, menningu og ferðaþjónustu, heilbrigðismál og erlend áhrif. Vinnuhópar hafa starfað á öllum þessum sviðum um nokkurra mánaða skeið og nú er verið að ganga frá drögum að áfangaskýrslu. Ég vil meina að farið hafi fram þróttmikið starf í þessum aðskildu starfshópum sem verkefnisstjórnin hefur svo tengt saman. Nú liggja allt að 70 hugmyndir fyrir sem allar eiga það sammerkt að stuðla að eflingu byggðar á svæðinu." Styrkleiki í stað skýjaborga að gera ráð fyrir því að þegar samfélagið hefur náð þeirri fjöl- breytni og frumkvæði að fólk vilji vera um kyrrt þá skapi það skilyrði til fjölgunar. Hún komi sjálfkrafa í kjölfar fjölbreyttara og traustara atvinnu- og menningarlífs. Við leggjum áherslu að Eyja- fjarðarsvæðið þurfi að vera tilbúið að keppa við stærri svæði hvað varðar fjölbreytni og aðbúnað til skemmtilegs og innihalds- ríks lífs." Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið, á fundi á Akureyri nýlega þar sem hann kynnti starf verk- efnisstjórnarinnar. „ Við settum okkur það markmið strax f byrjun að sækja vit- ið ekki yfir lækinn. “ Sigmundur Ernir segir þessar tillögur afar margvíslegar. Margar þeirra séu frakkar og djarfar en flestar eða allar raunhæfar. „Leið- arstefið sem við höfum haft í starfi okkar er að vera ekki að reisa skýjaborgir heldur að byggja á þeim styrkleikum svæðisins sem eru fyrir hendi. Þegar er mjög sterkt og mikið þekkingarsamfélag fyrir hendi á Eyjafjarðarsvæðinu. Að auki þarf það að verða mið- stöð matvælaframleiðslu í landinu og síðast en ekki síst þá mun þetta svæði tengjast ferðaþjón- ustu og tómstundum í síaukn- um mæli á næstu áratugum. Tillögur okkar eru byggðar á þessum grunnum að mestu leyti." Tími hausatalninga að baki „Takmark okkar er ekki endilega að fjölga íbúum þótt það kunni að hljóma ótrúlega. Takmarkið er miklu frekar að koma sterkum vaxtarbroddum af stað og auka fjölbreytni samfélagsins á svæð- inu. Ég lít svo á að tími hausatalninga sé að baki en við verðum Fjölga verður litunum í samfélaginu „Við teljum að þessar tillögur, sem munu birtast á næstu mánuð- um, muni skerpa á auðkennum svæðisins og auka enn á inn- streymi fagfólks og menntafólks. Einnig er mikilvægt að hækka meðallaun á svæðinu og að fjölga litunum í þessu samfélagi. Ef þetta tekst þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að Akureyri og nágrenni verður í framtíðinni svæði sem ekki verður lengur talið til landsbyggðar heldur muni mynda einhvers konar öxul um landið sem tengi sam- an Eyjafjörð og höfuðborgar- svæðið." Sigmundur Ernir segir að í svona starfi kynnist maður margs konar fordómum og gamal- dags hugsun sem fengið hafi að þrífast óáreitt um áratuga skeið. „Byggðamál hafa haft nokkurt óorð á sér hér á landi, einkum sak- ir þess að aðgerðir stjórnvalda í byggðamálum hafa fyrst og síðast snúist um félagslega áfallahjálp á þeim stöðum sem átt hafa hvað „í svona starfi kynnist maður margs konar fordóm- um og gamaldags hugsun sem fengið hefur að þrífast óáreitt um áratuga skeið." 14

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.