Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Page 21
stöðugleika trúlega stafa af því að atvinnuástand hafi verið nokk-
uð stöðugt um langt skeið. Vissulega vanti meiri fjölbreytni í at-
vinnulífið eins og víða úti um land. Atvinnulífið byggist einkum á
landbúnaði og vinnslu afurða en ferðaþjónustan hafi verið að
sækja sig í veðrið í Rangarþingi eystra eins og víða annars staðar
á landsbyggðinni. í því sambandi megi geta þess að um 37 þús-
und gestir hafi komið í Byggðasafnið að Skógum á síðasta ári en
þar er eitt fjölbreyttasta byggðasafn landsins. Einnig hafi fjöldi
manns heimsótt Sögusetrið á Hvolsvelli auk annarra viðkomu-
staða. Við landbúnað og ferðaþjónustu bætist síðan hin hefð-
bundna þjónusta á borð við skólastarf og heilsugæslu en heilsu-
frítímahús. Þeim fjölgi með hverju ári sem byggi sér sumardvalar-
húsnæði í sveitunum og búið sé að skipuleggja jarðir eða hluta
úr jörðum fyrir sumarhús og aðra frístundabyggð. „Þar er einkum
um fólk af höfuðborgarsvæðinu að ræða enda vegalengdin innan
þeirra marka sem fólk virðist telja hæfilega eða allt að einnar og
hálfrar klukkustundar ferð."
Engar neikvæðar raddir
Eðli málsins samkvæmt hefur góður hluti af starfi sveitarstjórnar
farið í að fylgja sameiningunni eftir og þróa starfsemi hins nýja
Þessar lausu skólastofur við Hvolsskóla heyra brátt sögunni til.
Nemendur og kennarar leikskólans á Hvolsvelli á morgungöngu.
gæslan á Hellu og Hvolsvelli hefur nú verið sameinuð undir eina
stjórn með þremur starfandi læknum en veitir áfram þjónustu á
báðum stöðum.
Kvótinn hefur færst til en ekki farið burt
Agúst Ingi segir þróunina í landbúnaði í Rangarþingi eystra með
iíkum hætti og annars staðar. Búum hafi verið að fækka en þau
stækkað að sama skapi. Framleiðslan hafi ekki minnkað þegar á
heildina sé litið en færra fólk hafi viðurværi af beinni búsýslu og
framleiðslu landbúnaðarafurða en áður. Hann segir nokkuð um
að fólk eigi áfram heima á jörðunum þótt það hafi hætt hefð-
bundnum búskap og snúið sér að öðrum störfum auk þes sem
þéttbýlisbúar hafi keypt jarðir og dvelji þar um helgar eða með
tímabundnum hætti. Þá færist það í vöxt að byggð séu sumar- og
sveitarfélags. Rekstur sveitarfélaganna hefur gengið samkvæmt
áætlunum að sögn Ágústar og samstarfið í sveitarstjórninni sé
með ágætum. Hann kveðst ekki finna annað en góðan anda,
bæði hjá sveitarstjórnarmönnum og einnig íbúum sveitarfélags-
ins, gagnvart því að vinna á sameinuðum vettvangi. Enn eigi eftir
að vinna að mörgum málum og bæta þjónustu á ýmsum sviðum
þannig að ýmiss konar árangur af sameiningunni eigi eftir að
koma fram. Hvergi hafi heyrst raddir um að ekki hefði átt að
ganga til þessarar sameiningar hvað þá að hverfa til gömlu sveit-
arfélaganna að nýju. „Ég held að hægt sé að fullyrða þetta vegna
þess að ef einhverjir væru á þeirri skoðun myndu þeir láta hana
koma fram."
21