Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Page 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Page 29
þorskígiIdum þegar þær voru mestar en eru nú rúmlega 1.000 tonn eða einn tíundi af því sem þær voru. Þetta eru gífurlega miklar breytingar og áfall fyrir hvert einasta sveitarfélag að lenda í aðstæðum sem þessum. Þetta hefur leitt til þess að stærstu vinnustaðirnir hafa horfið á braut. Fyrirtæki á borð við Miðnes og Jón Erlingsson eru ekki lengur með neinn rekstur í sveitarfélag- inu." Þurfum aflaheimildir og hafnarlíf Ólafur Þór segir viðfangsefni bæjaryfirvalda nú einkum vera að huga að hvernig unnt sé að vinna byggðarlagið út úr þessari breyttu stöðu. „Þetta eru stærstu verkefnin sem blasa við okkur í Sandgerði og um það eru allir sammála. Spurning er á hinn bóg- inn um á hvern hátt menn vilja nálgast málið og taka á því. Að mínu mati er það einkum tvennt sem við þurfum að gera. Við verðum að sporna við þessari þróun í sjávarútveginum og við þurfum að byggja upp. Við getum kallað þetta því nafni að snúa vörn í sókn. Til þess að svo megi verða þá þurfum við að ná afla- heimildum til baka og fá meira líf í höfnina hjá okkur. Við verð- um líka að fá nýja sprota í atvinnulífið. Verkefni í ferðamennsku og annarri þjónustu og verkefni í tengslum við Háskólann svo nokkurs sé getið." „Stutt á mið, stutt í flug, stutt í borg" Þrennt skapar Sandgerðingum einkum möguleika umfram annað að mati Ólafs Þórs; hversu stutt sé á fiskimið, stutt til þjónustu- svæðisins við flugstöðina og síðan hversu stutt sé til höfuðborgar- svæðisins. Hann segir að einhverjum hugvitssömum slagorða- smið hafi komið þessi þrenna til hugar „stutt á mið, stutt í flug, stutt í borg". Þótt þetta hafi ef til vill verið sagt í gamni á sínum tíma þá sé það ekkert grín heldur bláköld alvara og staðreynd. Nálægð Sandgerðisbæjar við þessar auðlindir skapi samfélaginu tækiflæri til þess að lifa. Spurningin sé hvernig menn vilji fara að og hvernig takist til að búa til verðmæti úr þessum aðstæðum. Atvinnumálin í nýju Ijósi Atvinnumálin eru ekki nægjanlega örugg á Reykjanesi og þau eru Ólafi Þór hugleikin. „Þá er ég ekki eingöngu að ræða um Sand- gerðisbæ sem sveitarfélag heldur allt Reykjanessvæðið sem heild. Við fengum harkalega viðvörun í sumar þegar umræðan um brottflutning þotna varnarliðsins stóð sem hæst. Umsvif Banda- ríkjahers hafa skapað mikla atvinnumöguleika eins og þjóðin veit. Hermálin eru viðkvæm fyrir margra hluta sakir og skoðanir eru skiptar um nauðsyn og gildi varnarstarfsins. Ef við horfum framhjá pólitískum skoðanaskiptum um þau atriði hér heima og lítum til heimsmyndarinnar og stöðu heimsmála í dag þá virðist það vera sjónarmið bandarískra stjórnvalda að minnka umsvif af þessum toga á norðurslóðum. Þau eru í samræmi við breyttar áherslur í heimsmálum og ég fæ ekki séð annað en að við verð- um að vinna samkvæmt því þegar litið er til lengri tíma. Eg tel spurningu um hversu lengi við getum haldið pólitískum þrýstingi um óbreytt umsvif Bandaríkjahers hér á landi úti í Washington og þess vegna tel ég að við verðum að búa okkur undir breytingar, hverjar sem þær kunna að verða. Hún var dálítið skondin staðan sem kom upp í sumar að íslenskir vinstrimenn og Bandaríkja- stjórn skyldu orðin nánast sammála í hermálinu. En þessi staða, hversu skondin sem hún kann að vera í Ijósi sögunnar, hlýtur að vekja okkur til vitundar og umhugsunar um að við verðum að huga að atvinnumálum í Ijósi þess að störfum á vegum varnar- liðsins muni fækka. En við verðum áfram að horfa til þeirrar að- stöðu sem flugvöllurinn skapar og á hvern hátt megi nýta hana. Mér kemur til dæmis til hugar aðstaða fyrir Landhelgisgæsluna, sem gæti þurft að taka að sér aukin gæsluverkefni hverfi varnar- liðið úr landi, auk sem þetta er alþjóðlegur flugvöllur á svæði þar sem langt er á milli meginlanda. Þetta skapar okkur mögu- leika og við verðum að taka höndum saman til að leita þeirra og vinna úr þeim ásamt öðrum möguleikum sem eru fyrir hendi á Reykjanesi." MANNL/f • AAENN/N6? • NÁ7TÚRA I 29

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.