Sveitarstjórnarmál - 01.10.2003, Síða 31
leiddir séu bílar sem nýta tvenns konar eldsneyti, til dæmis raf-
magn og bensín saman.
Ekki sjálfgefið að minnka bílnotkun
Leiðirnar til orkusparnaðar eru margar en með allar þessar leiðir í
huga, hvað er það sem menn vilja ná fram með svona bæklingi
eins og Akureyrarbær hefur gefið út eða með umfjöllun um þessi
mál almennt?
„Það sem við viljum ná fram er einfaldlega að upplýsa um
þessa hluti. Maður breytir frekar viðhorfi sínu og hegðun þegar
maður veit hvaða áhrif maður hefur með daglegum venjum sín-
um. Það hefur haft áhrif á mig að vita þetta, svo ég lýsi því nú
bara persónulega. Tímasetningin á útgáfunni tengist bíllausa deg-
inum, sem var 22. september. Ég mat það þannig að rétt væri að
fyrsta skrefið í að innleiða slíkt verkefni hérna, væri stutt kynning
á því hvers vegna þurfi að stuðia að minni bílanotkun. Mér finnst
ekkert sjálfgefið að maður eigi að gera það en þarna eru settar
fram margar ástæður til þess."
Hjólreiðar hafa aukist verulega
Hingað til hefur ekkert verið gert beinlínis til að reyna að minnka
bílanotkun á Akureyri þrátt ákvæði um það í aðalskipulagi bæjar-
ins og því hafa engar sérstakar mælingar verið gerðar um það. Á
árinu 2002 lét Akureyrarbær gera könnun á ýmsum þáttum í bæj-
arlífinu. „Þar kemur fram að á tveimur og hálfu ári jókst notkun
bílsins, það er að segja að menn fóru meira keyrandi í vinnuna í
september 2002 heidur en í apríl 2000. Á hinn bóginn varð mjög
mikil aukning á því að menn færu á hjóli í vinnuna miðað við
þessa sömu mánuði en aftur minnkaði að menn færu gangandi í
vinnuna. Það varð næstum fimmföldun á hjólaumferðinni á þess-
um tíma. í apríl 2000 sögðust 1,6% fara hjólandi en það var
komið í 7-8% í september 2002," segir Guðmundur.
í framhaldi af mikilli aukningu hjólreiða og hfratningar til Ak-
ureyringa um að aka minna og hjóla eða ganga meira liggur
beint við að spyrja hvort Akureyri sé búin undir þá aukningu sem
orðið hefur. Er Akureyri hjólreiðavænn bær?
„Já, ég held að þetta sé allt í lagi eins og það er nú meðan
það eykst ekki enn meira. Ég tel Akureyri að mörgu leyti hjól-
reiðavænan bæ, fyrst og fremst vegna þess hve stutt er hér á milli
staða. Það er ekki þar fyrir að það mætti laga vissa hluti til þess
að bæta enn meira úr og það er reyndar í gangi vinna að skipu-
lagningu stígakerfis. í þeirri vinnu er sérstakt tillit tekið til reið-
hjólanna." Hvernig það skilar sér út í framkvæmdir á auðvitað
eftir að koma í Ijós að sögn Guðmundar. Guðmundur þekkir að-
stöðu til hjólreiða af eigin raun. „Ég hjóla mikið í vinnuna og
maður finnur mun að þessu leyti að það eru fleiri á ferðinni á
reiðhjólum."
Víða hugað að umferðar- og mengunarmálum
Víða er hugað að þessum málum meðal sveitarfélaganna í land-
inu. í september var efnt til Evrópsku samgönguvikunnar, sem
lauk með bíllausa deginum 22. september. Fimm íslensk sveitar-
félög tóku formlega þátt í bíllausa deginum; Reykjavfkurborg,
Hafnarfjarðarbær, Hveragerðisbær, Mosfellsbær og Rangárþing
ytra, auk þess sem sérstök dagskrá í tilefni dagsins var í Mýrdals-
hreppi og víðar. Fram kom í fréttum af þessum degi að til að
„Viö vitum aö bíllinn mengar mjög mikiö meöan hann er aö hitna. Þegar þú
keyrir innan viö fimm kílómetra í einni ferö þá er hann ekki oröinn heitur,"
segir Cuömundur Sigvaldason. Ályktunin er því sú að Akureyringar eru meira
og minna í öllum sínum ökuferðum innanbæjar aö menga mjög mikið og
eyöa mjög mikilli orku.
mynda í Reykjavík hafi dregið nokkuð úr umferð og notkun
strætisvagna aukist en aðaltilgangur dagsins er að hvetja fólk til
aðgerða gegn mengun frá sívaxandi bílaumferð f þéttbýli, vekja
það til umhugsunar um langtímaáhrif borgarumferðar og lang-
tímaáhættu vegna mengunar. Athyglinni er ekki aðeins beint að
loftmengun og hávaða - heldur jafnframt og ekki síður að lífs-
gæðum, því meðal annars er reynt að fá fólk til þess að hjóla og
ganga, sem aftur ætti að bæta heilsuna og auka Iffsgæðin.
Þökkum íbúum
Rangárþings Eystra
frábært samstarf
í gegnum tíðina!
31