Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Side 5

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Side 5
Forystugrein Efnahagslegt fárviðri Það er öllum íslendingum Ijóst að skjótt skipast veður í lofti og því erum við yfirleitt þokkalega vel undir það búin að verjast veðrabrigðum náttúrunnar. Við vorum hins vegar ekki búin undir það fárviðri sem nú geisar í efnahagsmálum þjóðar- innar þrátt fyrir varnaðarorð sem bárust frá ýmsum. Við þessu er ekki annað að gera á þessu stigi en að takast á við aðsteðjandi vanda með öllum þeim ráðum sem okkur eru tæk. Það er ríkisstjórn okkar að fást við þegar þessi orð eru sett á blað og megi það ganga sem allra best að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar við þessar ömurlegu aðstæður. Við sem stýrum sveitarfélögum landsins höfum það ráð við þessar aðstæður að endurskoða allar okkar áætlanir og forgangsraða upp á nýtt. Það er óhjákvæmilegt enda fyrirséð að tekjur munu lækka næstu misserin, bæði beinar útsvarstekjur og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga vegna lækkandi tekna ríkissjóðs. Undanfarna daga hefur samráð Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðherra sveitar- stjórnarmála verið aukið og sameiginleg yfirlýsing undirrituð föstudaginn 10. október. Þar er lögð áhersla á að tryggja grunnþjónustu við íbúana þannig að hún skerðist ekki. Það er for- gangsverkefni sem þýðir auðvitað að aðrir þættir í rekstri sveitarfélaganna þurfa endur- skoðunar við, a.m.k. tímabundið, og við skulum vona að það verði ekki í alltof langan tíma. Allt í rekstri og fjárfestingum sveitarfélaganna þarfnast endurskoðunar þar sem nú eru breyttir tímar. Sama á við um ríkisvaldið. Til að tryggja grunnþjónustuna og stoðir sveitarfélaganna hafa stjórn Lánasjóðs og starfs- menn sett fram markvissa aðgerðaáætlun í samráði við stjórn sambandsins. Þar er gert ráð fyrir innlendri lánsfjáröflun í samstarfi við Seðlabanka og lífeyrissjóðina í landinu. Þannig má tryggja að sveitarfélögin geti lokið umsömdum framkvæmdum, endurskipulagt fjárhag sinn og styrkt lausafjárstöðuna. Þegar þessu slotar er svo kominn tími til að endurskoða allt regluverkið, bæði hjá sveitar- félögum og ríkinu. Sátt þarf að vera milli þessara tveggja stjórnsýslustiga um náið samstarf og samtryggingu þannig að bæði séu vel starfhæf og vinni sameiginlega að því að treysta velferð landsmanna til framtíðar. Halldór Halldórsson formaður Hagstætt - með fyrirtækjasamningi Afgreiðslustaðir: K.eflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Akureyri, Isafjörður, Egilsstaðir, Selfoss, Vestmannaeyjar. 522 44 00 • www.hertz.is TÖLVUMIÐLUN www.h3.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.