Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 20
Mosfellsbær
Evrópusáttmáli um jafnrétti undirritaður. Frá vinstri: Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs hjá
Mosfellsbæ, Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður fjölskyldunefndar, Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar,
og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
félags- eða efnahagslegrar stöðu. Jöfn þátt-
taka kvenna og karla ( ákvarðanatöku sé for-
senda lýðræðislegs þjóðfélags og rétturinn til
þeirrar stöðu krefjist þess að sveitar- og
héraðsstjórnir beiti öllum tiltækum ráðum og
innleiði allar viðeigandi aðferðir til að vinna
að jöfnum hlutföllum og jafnri þátttöku
kvenna og karla. Þá segir að afnám staðal-
ímynda kynjanna sé grunnur að því að jafn-
rétti kvenna og karla náist.
Samþætting kynjasjónarmiða I öllum að-
gerðum sveitar- og héraðsstjórna sé nauð-
synleg til að vinna að framgangi jafnréttis
kvenna og karla og að taka verði tillit til
kynjasjónarmiða við gerð stefna, og mótun
aðferða sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa.
Sáttmálinn gerir kröfu um að unnar verði að-
gerðaáætlanir og verkefni, sem njóti nægi-
legs fjármagns, séu nauðsynleg tæki til að
vinna að framgangi jafnréttis kvenna og
karla. Sveitar- og héraðsstjórnir verði að
vinna að aðgerðaáætlunum og verkefnum,
með þeim fjárhagslega stuðningi, mannafla
og úrræðum sem til þurfi.
Nýjar aðferðir fylgja nýjum
áherslum
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sagði I tilefni
undirritunarinnar að jafnréttisumræðan nú á
dögum fæli meðal annars I sér það sjónarmið
að kynin séu ólík og því sé nauðsynlegt að
jafnt konur sem karlar fái tækifæri til þess að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sú
afstaða geri það jafnframt að verkum að
jafnréttismál séu nú skilgreind sem mál sam-
félagsins I heild, I stað þess að vera einungis
hagsmunamál kvenna. „Þessi nálgun hefur
verið skilgreind sem samþætting. Með sam-
þættingu er gert ráð fyrir að kynferði verði I
forgrunni I stefnumótun eða ákvarðanatöku.
Réttilega hefur verið bent á að þessum nýju
áherslum fylgi nýjar aðferðir I jafnréttismálum
og tekur gildandi jafnréttisáætlun Mosfells-
bæjar mið af þeim. Með því að skrifa undir
Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og
karla I sveitarfélögum og héruðum er Mos-
fellsbær að heita því að gera allt sem I hans
valdi stendur til þess að útrýma launamun
kynjanna sem og öðru misrétti sem kann að
leynast innan okkar eigin sveitarfélags. Með
sáttmálanum heitir Mosfellsbær þvl að taka
fullt tillit til kynjasjónarmiða I stefnumótun á
vegum sveitarfélagsins, skipulagi og fram-
kvæmd, enda segir I sáttmálanum að I nú-
tímasamfélagi og heimi framtíðarinnar sé
raunverulegt jafnrétti kvenna og karla lykill-
Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum, sem varð
oddviti Mosfellssveitar eins og bærinn hét þá
fyrir um hálfri öld.
inn að efnahagslegum og félagslegum ár-
angri okkar, ekki einungis á vettvangi Evrópu
eða þjóðríkja heldur einnig I héruðum, borg-
um og staðbundnum samfélögum," sagði
Haraldur og upplýsti þvl næst um áform
Mosfellsbæjar um að láta fara fram úttekt
á launamun kynjanna hjá bæjarfélaginu.
Ástæða þess að 18. september var valinn til
jafnréttisþings og undirritunar jafnréttissátt-
málans er að á þeim degi árið 1906 fæddist
Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum. Helga
settist fyrst kvenna I stól oddvita I Mosfellsbæ
fyrir hálfri öld.
Samþætting jafnréttissjónarmiða
Mosfellsbær vinnur eftir jafnréttisstefnu sem
samþykkt var I fjölskyldunefnd bæjarfélagsins
og bæjarstjórn I nóvember á síðasta ári
og felst hún I að tekið er mið af samþætt-
ingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla
ákvarðanatöku á vegum þess. Tilgangur
hennar er að koma á og viðhalda jafnrétti og
jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna
þannig stöðu þeirra á öllum sviðum sam-
félagsins. Markmið stefnunnar er að stuðla
að því að konum og körlum sé ekki mismun-
að I þjónustu og starfsemi Mosfellsbæjar og
að bærinn veiti þjónustu sem samræmist
þörfum og væntingum hvors kyns fyrir sig.
SFS
20
TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is