Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 8

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 8
Hafnasamband Fjárhagsstaða flestra hafna er slæm en sóknarfæri eru til - segir Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands íslands „Helsta ástæðan fyrir slæmri fjárhagsstöðu hafna landsins er breytt atvinnumynstur," segir Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Islands, en þing sambandsins var haldið á Akureyri 25. og 26. septem- ber sl. Hann bendir á að hafnirnar hafi lifað á nýtingu auðlinda hafs- ins. Sú auðlind hafi skroppið saman og síðan hafi fyrirtækin verið að breyta vinnslufyrirkomulaginu, vinnslustöðvum hafi fækkað, t.d. fiski- mjölsverksmiðjum. „Síðan hafa flutningar færst af sjó og landflutningar tekið við að mestu. Á öllu þessu hafa hafnirnar tapað en verið að fjárfesta mikið á sama tíma." Gísli segir það liðna tlð að sveitarsjóðir fái lánaða peninga hjá hafnarsjóðum, engin efni séu til þess núna. Hann segir stærstu hafnirnar standa traustustu fótunum en það eru Faxaflóahafnir, Hafnarfjörður og Fjarðabyggð. „Svo eru nokkrar ágætar einingar, eins og hafnirnar á Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og Akureyri en flestar hafnir landsins eru reknar með tapi." Glsli segir það skýrt hafa komið Gísli Gíslason, formaður Flafnasambands Islands. fram að hafnirnar gætu ekkert leitað til ríkis- valdsins um peninga en hins vegar stæðu menn á ákveðnum tímamótum eins og komi fram I ályktun þessa þings núna um að unnið verði að greiningu hafnanna og stefnumótun. Athugað verði hvaða möguleika hafnirnar hafa og hverjar þeirra geti spjarað sig. „Þá komumst við að því líka hvaða hafnir verður ekki hægt að reka í skilningi hafnarlaga og þá er óhjákvæmilegt annað en að ríkið komi að framtíð þeirra með einhverjum hætti." Hafnirnar eiga sóknarfæri Gísli segir sóknarfæri til hjá höfnum landsins. Það séu jákvæðar fréttir eins og af sjóstangaveiði, skemmtiferðaskipum, vatnsútflutningi og fleiru. Hann segir að það muni um allt hjá höfnunum. „Hafnirnar skipta miklu fyrir byggðina ( landinu. Við megum ekki láta hafnirnar drabbast niður, því þá erum við að vega að búsetuskilyrðum um leið." Á hafnasambandsþinginu fjallaði Þór Jakobsson um Norður- íshafssiglingaleiðina. Gísli segir forsvarsmenn hafnanna þegar vera farna að hugsa til þeirra möguleika sem kunni að myndast opnist sú siglingaleið. Hann segir líka athyglisverðar hugmyndir hafa komíð fram í erindi sem Magnús B. Jónsson flutti um framtíðarsýn lítilla hafna. Hann hefði horft til þess að hjá þeim væru jákvæð tækifæri. „Það eru auðvitað skilaboðin til forsvarsmanna hafna að líta í kringum sig eftir möguleikum. Það gerist ekkert ef menn sitja bara með hendur í skauti," segir Gísli Gíslason. Frá Hafnasambandsþinginu sem haldið var á Akureyri. Myndir: Haraldur Bjarnason. Veik fjárhagsleg staða hafna landsins Fjárhagsleg staða flestra hafna landsins er veik og fátt bendir til að hún muni styrkjast á næstu árum. Athugun á fjérhag 36 hafna og hafnarsjóða sýnir að framlegð, þ.e. rekstrar- tekjur að frádregnum rekstrargjöldum, var neikvæð hjá 8 þeirra á árinu 2006 og hafði dregist saman frá árinu 1990 hjá 16 höfnum. Framlegð hafði aftur batnað hjá 19 höfnum á sama tímabili. Á árinu 2006 voru 26 hafnir reknar með tapi en 10 með afgangi. Þetta kemur fram I niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um fjár- hagslega stöðu hafna. Þar kemur líka fram að I árslok 2006 námu skammtímaskuldir Hafnirnar hafa löngum verið nefndar lífæðar sjávarbyggðanna. Frá Ólafsvíkurhöfn (Snæfellsbæ. Mynd: Haraldur Bjarnason. þeirra tæplega 2,1 milljarði króna og lang- tímaskuldir, að meðtöldum lífeyrisskuldbind- ingum, 8,4 milljörðum króna. Ef þrjár stönd- ugustu hafnirnar, Faxaflóahafnir, Fjarðabyggð og Hafnarfjörður, eru undanskildar námu skammtímaskuldir hafna samtals 1,3 milljörð- um króna og langtímaskuldir 5,6 milljörðum króna. I niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að tekjur og framlög 12 hafna hrökkvi til fyrir nettóskuldum þeirra miðað við árslok 2006. Aftur á móti muni 24 hafnir ekki geta staðið undir viðhaldi og lánum. SFS 8 TÖLVUMIÐLUN www.tolvumidlun.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.