Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Qupperneq 17
D Síðan settum við á stofn fjóra framkvæmdahópa þar sem hver hópur fór yfir ákveðin atriði. Einn fjallaði um mannauðsmál. Annar um ímyndar- og kynningarmál. Þriðji hópurinn fjallaði um umhverfi og öryggi og sá fjórði um menntun og menningu.46 Séð yfir hluta Mosfellsbæjar. verk sveitarfélagsins eins og það var skil- greint í upphafi þessarar vinnu. Einnig voru lagðar stefnuáherslur í fjármálum sveitar- félagsins." Fjárhagsáætlun á grunni nýrrar stefnumótunar Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti niður- stöður þessarar vinnu í apríl á þessu ári og segir Haraldur gaman að geta þess að um eða yfir 200 manns hafi komið að þessari vinnu á einhvern hátt. Hann segir að þessa dagana sé unnið að fjárhagsáætlun Mosfells- bæjar fyrir næsta ár á grundvelli hinnar nýju stefnumótunar bæjarfélagsins. Forstöðumenn sviða og stofnana vinni með hliðsjón af þeim áherslum sem lagðar hafi verið og það muni hafa áhrif á hvernig fjármunum verður varið. „Næstu skref verða að við munum taka aðrar stefnur sem til eru í bæjarfélaginu, stefnur á borð við skólastefnu, tómstundastefnu og fleira, fara yfir þær og aðlaga þeim megin- markmiðum sem búið er að fastsetja með stefnumótunarvinnunni," segir Haraldur. Nefndir og svið bæjarins eiga síðan að vinna á þessum sama grundvelli. Verðugt verkefni fyrir aðra Haraldur bendir á að stefnumótunarvinna á borð við þá sem bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa unnið geti verið verðugt verkefni fyrir önnur sveitarfélög. Rekstur sveitarfélaga sé mjög margbrotinn. „Sveitarfélögin þurfa að koma að og sinna margvíslegum verkefnum. Þau taka á mörgum þáttum sem flestir snerta mannlegt samfélag með einhverju móti," segir hann. „Þessi verkefni ná frá einföldustu framkvæmdum til mjög flókinna mannlegra samskipta sem geta snert fólk allt að innsta hjarta. Þar má geta um málefni sem snerta bæði fjölskyldur og einstaklinga, framfærslu, uppeldismál, barnavernd og fleira," bendir hann á. Hann segir að starfsemi og rekstur sveitar- félaga komi þannig að mörgum sviðum sem sveitarfélögum beri lögum samkvæmt að annast. „Af þeim sökum tel ég gott að hafa öfluga og heildstæða stefnumótun til þess að styðjast við. Það er gott að vita hvert maður vill fara og hvaða leiðir eru heppilegar til að ná þeim markmiðum sem sveitarfélagið ætlar sér að ná. Með vinnu okkar vorum við að leggja ákveðnar llnur fyrir framsækið sam- félag sem ræktar vilja og virðingu," bætir hann við. Samningar við landeigendur Talið barst frá stefnumótunarmálum til fram- kvæmda bæjarfélagsins. Haraldur segir margt á döfinni í Mosfellsbæ um þessar mundir. Nú er unnið að uppbyggingu þriggja nýrra íbúðahverfa í bænum, Krikahverfis, Leirvogs- tungu og Helgafells. „Mosfellsbær er ólíkur öðrum sveitarfélögum að því leyti að sveitar- félagið sjálft er ekki eigandi landsins heldur einstaklingar. Landareignir eigi sér rætur í gömlum bújörðum og hafa gengið kaupum og sölum. Við höfum unnið þetta með þeim hætti að Mosfellsbær hefur gert samninga við landeigendur um hvernig staðið yrði að framkvæmdum," bendir Haraldur á. Hann telur að Mosfellsbær hafi vegna þessara aðstæðna rutt ákveðna braut að þessu leyti. „f samningunum er landeigendum falið að gera landið byggingahæft, að ganga frá götum og lögnum og öðru sem þarf til þess að hægt sé að þyggja íbúðahverfi. Að því búnu selja viðkomandi aðilar bygginga- réttinn. Bæjarfélagið fær af honum ákveðna upphæð á hverja íbúð sem rennur til upp- byggingar þeirrar þjónustu sem verður að TÖLVUMIÐLUN www.h3.is 17

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.