Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 21.10.2008, Síða 16
Mosfellsbær Úr friðsælli sveit í kraftmikinn bæ Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir bæjaryfirvöld leggja mikla áherslu á fjölskylduna. Farið hafi verið í umfangsmikla stefnumótunar- vinnu og nú sé unnið að því að aðlaga skólastarf að því að börn og foreldrar eigi sameiginlegan vinnudag og frítíma. Mosfellsbær lauk í vor viðamikilli vinnu við gerð stefnumótunar fyrir sveitarfélagið. I inn- gangsorðum bæjarstjóra, HaraldarSverrisson- ar, I skýrslu sem unnin var að verkefninu loknu bendir hann á að á tiltölulega skömm- um tíma hafi Mosfellsbær „breyst úr friðsælli sveit I kraftmikið nútlma bæjarfélag með öllum þeim samfélagshræringum sem því fylgja." Haraldur segir það jafnframt frum- skyldu bæjaryfirvalda hverju sinni að spyrja spurninga um það hvort unnið sé í samræmi við stefnu sem stuðli að bættum hag og vel- ferð bæjarbúa. „Það var einmitt markmiðið með stefnu- mótunarvinnunni," segir Haraldur í samtali við Sveitarstjórnarmál. Áhersla á fjölskylduna Haraldur segir að höfð hafi verið nokkur hliðsjón af stefnumótun sem eigi sér stað í fyrirtækjum I atvinnulífinu. Hún var gerð með aðstoð Capacent ráðgjafar og aðlöguð að starfsemi bæjarfélagsins. „Það var ekki ætlun okkar að móta pólitíska stefnu sem gæti nýst sem kosningaplagg stjórnmálaflokks eða flokka. Hugmyndin var að finna samnefnara yfir hvað bæjarfélagið standi fyrir og hvernig við viljum sjá það þróast í framtíðinni." Ein af niðurstöðum hópsins, sem vann að stefnumótuninni, er að í Mosfellsbæ skuli leggja ríka áherslu á fjölskylduna og að hún verði I fyrirrúmi í bæjarfélaginu. Þá segir í skýrslunni að Mosfellsbær sé framsækið sam- félag þar sem ábyrgðarkennd ríki gangvart náttúru og umhverfi auk þess að hagkvæmni (rekstri sé gætt og samfélagsleg ábyrgð höfð að leiðarljósi. Einnig kemur fram í stefnu- mótuninni að stjórnsýsla Mosfellsbæjar sé skilvirk, ábyrg og vönduð og áhersla lögð á að bærinn sé og verði (fremstu röð sveitar- félaga á fslandi f rafrænni stjórnsýslu. íbúafjölgun einna mest í Mosfellsbæ „Vinna við heildarstefnumótun fyrir bæjarfé- lagið hófst fyrir rúmu ári," segir Haraldur. „Gamla stjórnskipulagið var orðið um tíu ára gamalt og þó það hafi reynst vel þá hafa ýmsar breytingar orðið hér á undanförnum árum. Ibúum hefur fjölgað hlutfallslega hrað- ar hér í Mosfellsbæ en annars staðar á land- inu, e.t.v. að Álftanesi undanskildu. Á síðasta áratug hefur Mosfellingum fjölgað úr um 5.200 í um 8.200 sem er um 57% fjölgun," bendir hann á. „Við töldum nauðsynlegt að móta okkur stefnu og framtíðarsýn til lengri tíma þar sem lögð væri áhersla á ákveðin gildi. Þau gildi sem talin voru endurspegla það sem Mosfellsbær stendur fyrir eru virð- ing, jákvæðni, framsækni og umhyggja," segir hann. Greiningarfundur með um 40 manns „Við hófum stefnumótunarvinnuna með starfsfundi og efndum síðan til greiningar- fundar sem hátt í 40 manns tóku þátt í. Við ákváðum strax í upphafi að virkja sem flesta ( þessu starfi. Starfsfólk bæjarskrifstofunnar, bæjarstofnana og skólanna tók þátt í þessu ásamt kjörnum bæjarfulltrúum og nefndar- mönnum auk þess sem við leituðum til bæjar- búa," segir Haraldur. Hann bendir á að á greiningarfundinum hafi komið fram um tvö hundruð atriði sem fólk taldi að fara mætti yfir, ræða og hugsanlega bæta. „Við köll- uðum þetta úrbótatækifæri. Því næst var hafist handa við að greina þessi atriði og flokka. Síðan settum við á stofn fjóra fram- kvæmdahópa þar sem hver hópur fór yfir ákveðin atriði. Einn fjallaði um mannauðsmál. Annar um (myndar- og kynningarmál. Þriðji hópurinn fjallaði um umhverfi og öryggi og sá fjórði um menntun og menningu. Hóparnir skiluðu síðan niðurstöðum til ákveðins stýri- hóps sem vann að því að samræma þessar hugmyndir. Eftir það hófum við að vinna með tillögur þessara hópa ásamt því að móta hlut- SFS 16 TÖLVUMIÐLUN www.tolvumidlun.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.